Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers: Ég er mjög stoltur
Brendan Rodgers fer með Leicester í Evrópudeildina á næsta tímabili.
Brendan Rodgers fer með Leicester í Evrópudeildina á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Leicester kastaði frá sér Meistaradeildarsæti eftir að hafa verið lengi vel á meðal efstu þriggja liða ensku úrvalsdeildarinnar, en deildin kláraðist í dag.

Leicester tapaði 0-2 fyrir Manchester United í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti í lokaumferðinni.

„Mér fannst við vera vel inn í leiknum. Við gerðum mjög vel í fyrri hálfleiknum og vörðumst mjög vel. Það vantaði bara upp á lokasendinguna," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, eftir tapið gegn United.

„Það fór allt eftir plani en svo fengum við á okkur vítaspyrnu. Eftir það erum við að elta. Við náðum ekki marki til að pressa á lokametrum leiksins. Ég er svekktur varðandi úrslitin en þegar ég lít á tímabilið í heild sinni er ég mjög stoltur. Þetta er næst besti árangur í sögu okkar og ég get verið stoltur af því. Á næsta ári þurfum við meiri stöðugleika og meiri metnað."

Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, fékk gullskó ensku úrvalsdeildarinnar fyrir að vera markahæstur í deildinni. „Við værum ekki á þeim stað þar sem við erum án marka hans. Það er æðislegt að vinna með honum," sagði Rodgers um Vardy.
Athugasemdir
banner
banner
banner