Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. júlí 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórir leikmenn á leiðinni til West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera hjá West Ham á leikmannamarkaðinum í sumar þar sem David Moyes vill vera með breiðan og sterkan hóp fyrir komandi átök.


Hamrarnir eru búnir að ganga frá þremur kaupum og eru við það að ljúka nokkrum til viðbótar. Ítalski sóknarmaðurinn Gianluca Scamacca er næstur inn og mun kosta rúmlega 35 milljónir punda. Hann er fer í læknisskoðun í dag.

Það eru nokkrir leikmenn eftir á óskalistanum og er West Ham að reyna að krækja í þá. Ben Brereton Diaz, framherji Blackburn sem skoraði 22 mörk í 37 leikjum í Championship, er ofarlega á listanum og kostar 15 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningnum.

Filip Kostic ætti þó að vera næstur inn þar sem búist er við að félagið muni ná samkomulagi við Eintracht Frankfurt um kaupverð á næstu dögum.

Þar að auki er West Ham búið að leggja fram nokkur tilboð í Amadou Onana miðjumann Lille og hefur félagið augastað með Piotr Zielinski hjá Napoli skildu félagsskipti Onana bregðast.

Nayef Aguerd, Flynn Downes og Alphonse Areola eru komnir í sumar. Andriy Yarmolenko og Ryan Fredericks eru farnir og Mark Noble er hættur.

Hamrarnir eru þá taldir vera búnir að gefast upp á að reyna að kaupa Armando Broja, albanskan framherja Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner