Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 26. ágúst 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ósáttur að sjá þetta á KSÍ.is á mánudaginn
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stelpurnar lögðu ótrúlega mikla vinnu á sig í dag og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar. Þær voru ekki að finna miklar glufur á okkur og það var kastað sér fyrir bolta," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Fótboltinn snýst annars vegar um að verjast, og hinsvegar að sækja, og við vorum búin að ræða það að við yrðum meira í varnarhlutverki í dag og myndum njóta þess að spila varnarleik. Þær gerðu það svo sannarlega og við höfðum yfirhöndina þar. Þær sköpuðu sér lítið í dag og við unnum þær í fyrri leiknum. Þær unnu okkur ekki í ár sem er vissulega jákvætt. Við fórum inn í þennnan leik með fulla trú á að sigra," hélt hann áfram.

Keflavík leiddi frá fjórðu mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Blika.

„Það var komin sterk þriggja stiga lykt þarna og maður sá ekkert stefna í að þær skoruðu svo það er hundsúrt að fá bara eitt stig. Við skoðuðum markið og það er ekki annað að sjá en að hún hafi verið rangstæð og það er helvíti súrt að vera rænd enn eina ferðina þetta sumarið svo við förum í smá væl," sagði Gunnar.

Næsti leikur er útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Leikurinn í kvöld átti að fara fram í gærkvöld en var óvænt frestað á mánudagskvöldið og fór fram í kvöld.

„Við fáum einum degi minna en þær í hvíld svo ég væli aðeins meira. Aðdragandinn að því er mjög sérstakur því leikurinn er færður um einn dag og ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það á KSÍ.is eftir æfingu hjá okkur á mánudaginn. Við erum mjög ósátt við það en verðum að taka því. Núna tökum við endurheimt, komum skrokknum í lag og verðum tilbúnar í mjög erfiðan leik á króknum."
Athugasemdir
banner
banner