Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 26. ágúst 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ósáttur að sjá þetta á KSÍ.is á mánudaginn
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stelpurnar lögðu ótrúlega mikla vinnu á sig í dag og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar. Þær voru ekki að finna miklar glufur á okkur og það var kastað sér fyrir bolta," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Fótboltinn snýst annars vegar um að verjast, og hinsvegar að sækja, og við vorum búin að ræða það að við yrðum meira í varnarhlutverki í dag og myndum njóta þess að spila varnarleik. Þær gerðu það svo sannarlega og við höfðum yfirhöndina þar. Þær sköpuðu sér lítið í dag og við unnum þær í fyrri leiknum. Þær unnu okkur ekki í ár sem er vissulega jákvætt. Við fórum inn í þennnan leik með fulla trú á að sigra," hélt hann áfram.

Keflavík leiddi frá fjórðu mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Blika.

„Það var komin sterk þriggja stiga lykt þarna og maður sá ekkert stefna í að þær skoruðu svo það er hundsúrt að fá bara eitt stig. Við skoðuðum markið og það er ekki annað að sjá en að hún hafi verið rangstæð og það er helvíti súrt að vera rænd enn eina ferðina þetta sumarið svo við förum í smá væl," sagði Gunnar.

Næsti leikur er útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Leikurinn í kvöld átti að fara fram í gærkvöld en var óvænt frestað á mánudagskvöldið og fór fram í kvöld.

„Við fáum einum degi minna en þær í hvíld svo ég væli aðeins meira. Aðdragandinn að því er mjög sérstakur því leikurinn er færður um einn dag og ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það á KSÍ.is eftir æfingu hjá okkur á mánudaginn. Við erum mjög ósátt við það en verðum að taka því. Núna tökum við endurheimt, komum skrokknum í lag og verðum tilbúnar í mjög erfiðan leik á króknum."
Athugasemdir
banner