Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fim 26. ágúst 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ósáttur að sjá þetta á KSÍ.is á mánudaginn
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stelpurnar lögðu ótrúlega mikla vinnu á sig í dag og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar. Þær voru ekki að finna miklar glufur á okkur og það var kastað sér fyrir bolta," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Fótboltinn snýst annars vegar um að verjast, og hinsvegar að sækja, og við vorum búin að ræða það að við yrðum meira í varnarhlutverki í dag og myndum njóta þess að spila varnarleik. Þær gerðu það svo sannarlega og við höfðum yfirhöndina þar. Þær sköpuðu sér lítið í dag og við unnum þær í fyrri leiknum. Þær unnu okkur ekki í ár sem er vissulega jákvætt. Við fórum inn í þennnan leik með fulla trú á að sigra," hélt hann áfram.

Keflavík leiddi frá fjórðu mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Blika.

„Það var komin sterk þriggja stiga lykt þarna og maður sá ekkert stefna í að þær skoruðu svo það er hundsúrt að fá bara eitt stig. Við skoðuðum markið og það er ekki annað að sjá en að hún hafi verið rangstæð og það er helvíti súrt að vera rænd enn eina ferðina þetta sumarið svo við förum í smá væl," sagði Gunnar.

Næsti leikur er útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Leikurinn í kvöld átti að fara fram í gærkvöld en var óvænt frestað á mánudagskvöldið og fór fram í kvöld.

„Við fáum einum degi minna en þær í hvíld svo ég væli aðeins meira. Aðdragandinn að því er mjög sérstakur því leikurinn er færður um einn dag og ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það á KSÍ.is eftir æfingu hjá okkur á mánudaginn. Við erum mjög ósátt við það en verðum að taka því. Núna tökum við endurheimt, komum skrokknum í lag og verðum tilbúnar í mjög erfiðan leik á króknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner