Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   fim 26. ágúst 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ósáttur að sjá þetta á KSÍ.is á mánudaginn
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stelpurnar lögðu ótrúlega mikla vinnu á sig í dag og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar. Þær voru ekki að finna miklar glufur á okkur og það var kastað sér fyrir bolta," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Fótboltinn snýst annars vegar um að verjast, og hinsvegar að sækja, og við vorum búin að ræða það að við yrðum meira í varnarhlutverki í dag og myndum njóta þess að spila varnarleik. Þær gerðu það svo sannarlega og við höfðum yfirhöndina þar. Þær sköpuðu sér lítið í dag og við unnum þær í fyrri leiknum. Þær unnu okkur ekki í ár sem er vissulega jákvætt. Við fórum inn í þennnan leik með fulla trú á að sigra," hélt hann áfram.

Keflavík leiddi frá fjórðu mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Blika.

„Það var komin sterk þriggja stiga lykt þarna og maður sá ekkert stefna í að þær skoruðu svo það er hundsúrt að fá bara eitt stig. Við skoðuðum markið og það er ekki annað að sjá en að hún hafi verið rangstæð og það er helvíti súrt að vera rænd enn eina ferðina þetta sumarið svo við förum í smá væl," sagði Gunnar.

Næsti leikur er útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Leikurinn í kvöld átti að fara fram í gærkvöld en var óvænt frestað á mánudagskvöldið og fór fram í kvöld.

„Við fáum einum degi minna en þær í hvíld svo ég væli aðeins meira. Aðdragandinn að því er mjög sérstakur því leikurinn er færður um einn dag og ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það á KSÍ.is eftir æfingu hjá okkur á mánudaginn. Við erum mjög ósátt við það en verðum að taka því. Núna tökum við endurheimt, komum skrokknum í lag og verðum tilbúnar í mjög erfiðan leik á króknum."
Athugasemdir