Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 26. ágúst 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Ósáttur að sjá þetta á KSÍ.is á mánudaginn
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Gunnar Magnús á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stelpurnar lögðu ótrúlega mikla vinnu á sig í dag og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar. Þær voru ekki að finna miklar glufur á okkur og það var kastað sér fyrir bolta," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Fótboltinn snýst annars vegar um að verjast, og hinsvegar að sækja, og við vorum búin að ræða það að við yrðum meira í varnarhlutverki í dag og myndum njóta þess að spila varnarleik. Þær gerðu það svo sannarlega og við höfðum yfirhöndina þar. Þær sköpuðu sér lítið í dag og við unnum þær í fyrri leiknum. Þær unnu okkur ekki í ár sem er vissulega jákvætt. Við fórum inn í þennnan leik með fulla trú á að sigra," hélt hann áfram.

Keflavík leiddi frá fjórðu mínútu en það var ekki fyrr en á 88. mínútu að Selma Sól Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmark fyrir Blika.

„Það var komin sterk þriggja stiga lykt þarna og maður sá ekkert stefna í að þær skoruðu svo það er hundsúrt að fá bara eitt stig. Við skoðuðum markið og það er ekki annað að sjá en að hún hafi verið rangstæð og það er helvíti súrt að vera rænd enn eina ferðina þetta sumarið svo við förum í smá væl," sagði Gunnar.

Næsti leikur er útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, leikur sem skiptir öllu máli fyrir bæði lið í fallbaráttunni. Leikurinn í kvöld átti að fara fram í gærkvöld en var óvænt frestað á mánudagskvöldið og fór fram í kvöld.

„Við fáum einum degi minna en þær í hvíld svo ég væli aðeins meira. Aðdragandinn að því er mjög sérstakur því leikurinn er færður um einn dag og ég vissi ekki af því fyrr en ég sá það á KSÍ.is eftir æfingu hjá okkur á mánudaginn. Við erum mjög ósátt við það en verðum að taka því. Núna tökum við endurheimt, komum skrokknum í lag og verðum tilbúnar í mjög erfiðan leik á króknum."
Athugasemdir
banner
banner