Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fim 26. ágúst 2021 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Vilhjálmur: Þetta var þannig dagur
Kvenaboltinn
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta mark kom seint en við fengum samt nokkur færi til að skora þau," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir 1 - 1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

Keflavík varðist vel allan leikinn en Blikar náðu að setja jöfnunarmarkið á 88. mínútu.

„Þær eru frábærar í að berjast og hafa varist vel og svo beita þær skyndisóknum og gera þetta mjög vel en mér fannst við eiga töluvert meira í þessum leik og eiga skilið að taka öll þrjú stigin þó það hafi ekki gengið."

Valur varð í gær Íslandsmeistari svo titilbaráttunni lauk fyrir Breiðablik þá. Hitti Keflavík á góðan dag að spila við Blika daginn eftir það, hafandi ekki að neinu að keppa og með Evrópuleiki framundan á bakvið eyrað líka. Kom grimmdin í Keflavík á óvart?

„Þær hafa alltaf spilað svona en það hefur ekki dottið með Keflavíkurliðinu í sumar. Þær hafa oft spilað svona leiki en ekki dottið með þeim en mér fannst okkar lið spila fínan fótbolta, skapa sér færi og mikið af tækifærum og góðum stöðum. Stundum fer boltinn bara ekki inn, þetta var þannig dagur."

Vilhjálmur ræðir í lokin um komandi Evrópuleiki hjá liðinu í umspili um sæti í Meistaradeildinni en frekar má heyra viðtalið í spilaranum að ofan.
Athugasemdir