Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 26. ágúst 2021 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Vilhjálmur: Þetta var þannig dagur
Kvenaboltinn
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Vilhjálmur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta mark kom seint en við fengum samt nokkur færi til að skora þau," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks eftir 1 - 1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

Keflavík varðist vel allan leikinn en Blikar náðu að setja jöfnunarmarkið á 88. mínútu.

„Þær eru frábærar í að berjast og hafa varist vel og svo beita þær skyndisóknum og gera þetta mjög vel en mér fannst við eiga töluvert meira í þessum leik og eiga skilið að taka öll þrjú stigin þó það hafi ekki gengið."

Valur varð í gær Íslandsmeistari svo titilbaráttunni lauk fyrir Breiðablik þá. Hitti Keflavík á góðan dag að spila við Blika daginn eftir það, hafandi ekki að neinu að keppa og með Evrópuleiki framundan á bakvið eyrað líka. Kom grimmdin í Keflavík á óvart?

„Þær hafa alltaf spilað svona en það hefur ekki dottið með Keflavíkurliðinu í sumar. Þær hafa oft spilað svona leiki en ekki dottið með þeim en mér fannst okkar lið spila fínan fótbolta, skapa sér færi og mikið af tækifærum og góðum stöðum. Stundum fer boltinn bara ekki inn, þetta var þannig dagur."

Vilhjálmur ræðir í lokin um komandi Evrópuleiki hjá liðinu í umspili um sæti í Meistaradeildinni en frekar má heyra viðtalið í spilaranum að ofan.
Athugasemdir