Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 26. september 2020 20:02
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Miklu þægilegra en við bjuggumst við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Hlín Eiríks var að vonum sátt með sigurinn:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var miklu þægilegra en við bjuggumst við. Ég hélt þær væru sterkari og þær voru miklu sterkari í fyrri leiknum en við komum bara inn sterkar og skoruðum snemma sem hjálpaði okkur. En þetta var bara frekar þægilegt ég verð að viðurkenna það."
 
"Þetta var bara mjög solid og við byggjum ofan á þetta. Mér fannst við halda boltanum vel og vera þolinmóðar. Við sækjum oft á svona fyrirgjafir út í teig en það var lokað í dag og þá bara fengum við háa bolta inn sem Mist skallaði. Við unnum á því sem þær voru veikar í."

Í næstu umferð fer fram "úrslitaleikur" deildarinnar þar sem Valur tekur á móti Blikum. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-0 sigri Blika. Hvernig leggst sá leikur í Valsliðið?

"Það leggst bara mjög vel í okkur. Gaman að ná að vinna alla leikina fram að þessum leik og þá fáum við svona úrslitaleik, en eigum að sjálfsögðu eftir tvo leiki eftir það. En við fáum samt spennandi toppslag og ætlum að standa okkur betur en síðast á móti þeim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner