Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 26. september 2023 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir leikmaður Íslands var til viðtals eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld en leikurinn var liður í A-deild Þjóðardeildar Evrópu. Líkt og aðrir leikmenn mátti Hlín sér lítils gegn firnasterku liði Þjóðverja sem lék við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir áhorfenda í Bochum. Hvernig var að spila leikinn?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég held að ég verði bara að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liði í dag.“

Fyrsta korterið eða svo var jafnvægi í leiknum svo að segja en fljótlega eftir fyrsta mark Þjóðverja stigu þær Þýsky enn frekar á bensíngjöfina og hleyptu Íslandi aldrei aftur inn í leikinn.

„Já þetta var mjög erfitt, þetta urðu ótrúlega mikil hlaup og mér fannst við falla of neðarlega í varnarleiknum og við bara náðum ekki að klukka þær.“

Kom það Hlín og Íslenska liðinu eitthvað á óvart hversu grimmar Þjóðverjar voru í leiknum og hve miklir yfirburðirnir í raun voru?

„Við vissum að þetta er gott lið en mér fannst allt falla með þeim í dag og þegar þær eru á deginum sínum þá er þetta erfitt. Núna eru nokkrar vikur í að við mætum þeim aftur og ég held að við þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level.“ Hlín bætti svo við aðspurð hvernig Íslenska liðið gæti nálgast Þýska liðið og þeirra level.

„Auðvitað snýst þetta um dagsform að einhverju leyti. Ég veit alveg að við getum unnið þær á góðum degi, Núna verðum við ekki saman næstu vikurnar og við sem einstaklingar þurfum að hugsa um okkur og síðan þurfum við að koma saman sem sterkt lið næst þegar við hittumst eftir fjórar vikur.“

Allt viðtalið við Hlín má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner