Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 26. september 2023 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir leikmaður Íslands var til viðtals eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld en leikurinn var liður í A-deild Þjóðardeildar Evrópu. Líkt og aðrir leikmenn mátti Hlín sér lítils gegn firnasterku liði Þjóðverja sem lék við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir áhorfenda í Bochum. Hvernig var að spila leikinn?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég held að ég verði bara að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liði í dag.“

Fyrsta korterið eða svo var jafnvægi í leiknum svo að segja en fljótlega eftir fyrsta mark Þjóðverja stigu þær Þýsky enn frekar á bensíngjöfina og hleyptu Íslandi aldrei aftur inn í leikinn.

„Já þetta var mjög erfitt, þetta urðu ótrúlega mikil hlaup og mér fannst við falla of neðarlega í varnarleiknum og við bara náðum ekki að klukka þær.“

Kom það Hlín og Íslenska liðinu eitthvað á óvart hversu grimmar Þjóðverjar voru í leiknum og hve miklir yfirburðirnir í raun voru?

„Við vissum að þetta er gott lið en mér fannst allt falla með þeim í dag og þegar þær eru á deginum sínum þá er þetta erfitt. Núna eru nokkrar vikur í að við mætum þeim aftur og ég held að við þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level.“ Hlín bætti svo við aðspurð hvernig Íslenska liðið gæti nálgast Þýska liðið og þeirra level.

„Auðvitað snýst þetta um dagsform að einhverju leyti. Ég veit alveg að við getum unnið þær á góðum degi, Núna verðum við ekki saman næstu vikurnar og við sem einstaklingar þurfum að hugsa um okkur og síðan þurfum við að koma saman sem sterkt lið næst þegar við hittumst eftir fjórar vikur.“

Allt viðtalið við Hlín má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner