Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
banner
   þri 26. september 2023 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir leikmaður Íslands var til viðtals eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld en leikurinn var liður í A-deild Þjóðardeildar Evrópu. Líkt og aðrir leikmenn mátti Hlín sér lítils gegn firnasterku liði Þjóðverja sem lék við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir áhorfenda í Bochum. Hvernig var að spila leikinn?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég held að ég verði bara að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liði í dag.“

Fyrsta korterið eða svo var jafnvægi í leiknum svo að segja en fljótlega eftir fyrsta mark Þjóðverja stigu þær Þýsky enn frekar á bensíngjöfina og hleyptu Íslandi aldrei aftur inn í leikinn.

„Já þetta var mjög erfitt, þetta urðu ótrúlega mikil hlaup og mér fannst við falla of neðarlega í varnarleiknum og við bara náðum ekki að klukka þær.“

Kom það Hlín og Íslenska liðinu eitthvað á óvart hversu grimmar Þjóðverjar voru í leiknum og hve miklir yfirburðirnir í raun voru?

„Við vissum að þetta er gott lið en mér fannst allt falla með þeim í dag og þegar þær eru á deginum sínum þá er þetta erfitt. Núna eru nokkrar vikur í að við mætum þeim aftur og ég held að við þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level.“ Hlín bætti svo við aðspurð hvernig Íslenska liðið gæti nálgast Þýska liðið og þeirra level.

„Auðvitað snýst þetta um dagsform að einhverju leyti. Ég veit alveg að við getum unnið þær á góðum degi, Núna verðum við ekki saman næstu vikurnar og við sem einstaklingar þurfum að hugsa um okkur og síðan þurfum við að koma saman sem sterkt lið næst þegar við hittumst eftir fjórar vikur.“

Allt viðtalið við Hlín má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner