Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 26. september 2023 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir leikmaður Íslands var til viðtals eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld en leikurinn var liður í A-deild Þjóðardeildar Evrópu. Líkt og aðrir leikmenn mátti Hlín sér lítils gegn firnasterku liði Þjóðverja sem lék við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir áhorfenda í Bochum. Hvernig var að spila leikinn?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég held að ég verði bara að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liði í dag.“

Fyrsta korterið eða svo var jafnvægi í leiknum svo að segja en fljótlega eftir fyrsta mark Þjóðverja stigu þær Þýsky enn frekar á bensíngjöfina og hleyptu Íslandi aldrei aftur inn í leikinn.

„Já þetta var mjög erfitt, þetta urðu ótrúlega mikil hlaup og mér fannst við falla of neðarlega í varnarleiknum og við bara náðum ekki að klukka þær.“

Kom það Hlín og Íslenska liðinu eitthvað á óvart hversu grimmar Þjóðverjar voru í leiknum og hve miklir yfirburðirnir í raun voru?

„Við vissum að þetta er gott lið en mér fannst allt falla með þeim í dag og þegar þær eru á deginum sínum þá er þetta erfitt. Núna eru nokkrar vikur í að við mætum þeim aftur og ég held að við þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level.“ Hlín bætti svo við aðspurð hvernig Íslenska liðið gæti nálgast Þýska liðið og þeirra level.

„Auðvitað snýst þetta um dagsform að einhverju leyti. Ég veit alveg að við getum unnið þær á góðum degi, Núna verðum við ekki saman næstu vikurnar og við sem einstaklingar þurfum að hugsa um okkur og síðan þurfum við að koma saman sem sterkt lið næst þegar við hittumst eftir fjórar vikur.“

Allt viðtalið við Hlín má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner