Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 26. september 2023 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir leikmaður Íslands var til viðtals eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Bochum í kvöld en leikurinn var liður í A-deild Þjóðardeildar Evrópu. Líkt og aðrir leikmenn mátti Hlín sér lítils gegn firnasterku liði Þjóðverja sem lék við hvern sinn fingur fyrir framan þúsundir áhorfenda í Bochum. Hvernig var að spila leikinn?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég held að ég verði bara að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liði í dag.“

Fyrsta korterið eða svo var jafnvægi í leiknum svo að segja en fljótlega eftir fyrsta mark Þjóðverja stigu þær Þýsky enn frekar á bensíngjöfina og hleyptu Íslandi aldrei aftur inn í leikinn.

„Já þetta var mjög erfitt, þetta urðu ótrúlega mikil hlaup og mér fannst við falla of neðarlega í varnarleiknum og við bara náðum ekki að klukka þær.“

Kom það Hlín og Íslenska liðinu eitthvað á óvart hversu grimmar Þjóðverjar voru í leiknum og hve miklir yfirburðirnir í raun voru?

„Við vissum að þetta er gott lið en mér fannst allt falla með þeim í dag og þegar þær eru á deginum sínum þá er þetta erfitt. Núna eru nokkrar vikur í að við mætum þeim aftur og ég held að við þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level.“ Hlín bætti svo við aðspurð hvernig Íslenska liðið gæti nálgast Þýska liðið og þeirra level.

„Auðvitað snýst þetta um dagsform að einhverju leyti. Ég veit alveg að við getum unnið þær á góðum degi, Núna verðum við ekki saman næstu vikurnar og við sem einstaklingar þurfum að hugsa um okkur og síðan þurfum við að koma saman sem sterkt lið næst þegar við hittumst eftir fjórar vikur.“

Allt viðtalið við Hlín má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner