Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. október 2020 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
Njósnari frá Liverpool sagður vera mættur á leik Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
IFK Norrköping er að spila við AIK í efstu deild sænska boltans þessa stundina og er hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði Norrköping.

Á spjallborði stuðningsmanna Norrköping er talað um að njósnari frá Liverpool sé mættur til að fylgjast með leiknum.

Það eru nokkrir leikmenn sem hann gæti verið að fylgjast með, en yngsti maður vallarins er Ísak Bergmann. Hann er eini leikmaðurinn í byrjunarliði heimamanna sem er fæddur eftir aldamótin.

Ísak hefur verið að gera frábæra hluti frá komu sinni í sænska boltann og það er aldrei að vita nema Liverpool hafi sent mann til að fylgjast með honum.

Staðan er markalaus eftir tíu mínútur af leiknum. Kolbeinn Sigþórsson er á bekknum hjá AIK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner