þri 26. október 2021 22:00
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
„Getum ekki farið í grafgötur með það að Sandra er komin á ákveðinn aldur"
Icelandair
Cecilía Rán, fyrir miðju.
Cecilía Rán, fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir, spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Ísland í 5-0 sigri á Kýpur í kvöld. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, var spurður út í hugmyndina á bakvið það að láta Cecilíu spila þennan leik.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

„Við getum ekki farið í grafgötur með það að Sandra er komin á ákveðinn aldur. Þú þarft alltaf að hugsa hvenær þú vilt gera þetta, ég veit ekkert hvenær annar markmaður kemur inn eða hver er númer eitt eða hvernig það verður eftir einhvern x tíma."

„Þetta snýst um það að þegar einhver breyting á sér stað að markmaðurinn sé búinn að fá einhverja leiki, hvort sem það verði Cecilía eða einhver önnur. Þetta snýst bara um að þú sért búinn að fá einhverja leiki og sért ekki bara algjör rookie þegar þú kemur inn. Við erum að undirbúa hana undir "hvað ef"," sagði Þorsteinn.

Það var lítið að gera hjá Cecilíu Rán í leiknum í kvöld, en Ísland var meira eða minna í sókn allan leikinn. Sandra er 35 ára gömul og Cecilía er því sautján árum yngri.

Sjá einnig:
Mjög klókt að gefa Cecilíu fyrsta keppnisleikinn í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner