lau 26. nóvember 2022 12:20
Aksentije Milisic
Bodö/Glimt vill ekki leyfa Solbakken að byrja æfa með Roma
Solbakken í leik gegn sínu nýja liði.
Solbakken í leik gegn sínu nýja liði.
Mynd: EPA

Norski framherjinn Ola Solbakken er búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning hjá Roma sem gildir til sumarsins 2027 en hann kemur frá Bodö/Glimt á frjálsri sölu.


Solbakken verður leikmaður Roma þann 1. janúar en Roma hefur beðið Bodö/Glimt um að leyfa leikmanninum að æfa með liðinu fram að áramótum. Roma er þessa stundina í æfingabúðum í Japan.

Köldu hefur andað á milli þessara tveggja félaga frá síðasta tímabili en þau mættust tvisvar sinnum í Sambandsdeildinni.

Allt sauð upp úr eftir fyrri leik liðanna í útsláttarkeppninni þar sem Bodö/Glimt sakaði Roma um slæma hegðun og Roma gerði slíkt hið sama um norska liðið.

Bodö/Glimt neitar að leyfa Solbakken að byrja æfa með Roma fram að áramótum en liðið hefur fullan rétt til þess að gera það.

Bodö/Glimt valtaði yfir Rómverja í riðlakeppninni í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð en Roma tókst að svara fyrir sig í útsláttarkeppninni og að lokum vann félagið titilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner