Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 26. nóvember 2022 15:20
Aksentije Milisic
„Van Gaal fær ekki þá virðingu sem hann á skilið"
Mynd: EPA

Hollendingurinn Nigel de Jong hefur hrósað landsliðsþjálfara Hollands, Luis van Gaal en hann segir að þjálfarinn fái ekki þá virðingu sem hann á skilið.


Holland er með fjögur stig í riðli sínum á HM í Katar eftir tvo leiki en de Jong spilað undir Gaal árið 2014.

Þeir sem gagnrýna Gaal mest segja hann hrokafullan þjálfara en de Jong hefur komið honum til varnar.

„Það er mikið af fólki sem heldur að hann sé erfiður, smá hrokafullur  og að hann viti lítið um fótbolta," sagði de Jong sem er sérfræðingur hjá BeinSport.

„Hann er mjúkur að innan, hann er mjög félagslyndur og hann skilur alla karakterana sem eru í búningsklefanum. Það er hans helsti kostur."

„Hann getur búið til lið eins og við sjáum núna með Holland. Hann lætur menn standa saman og spila sem lið, það gefur árangur á vellinum. Þetta er það sem hann gerir, ég elska þetta mannlega eðli í honum."

Holland vann Senegal í fyrsta leik sínum en gerði síðan jafntefli gegn Ekvador. Liðið mætir Katar í lokaleik sínum í riðlakeppninni á þriðjudaginn kemur.


Athugasemdir
banner
banner