Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. janúar 2021 09:32
Magnús Már Einarsson
Þróttur fær tvær frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Shae Murison
Shae Murison
Mynd: Þróttur
Þróttur hefur gert samning við þær Katie Cousins og Shae Murison um að leika með liðinu á komandi tímabili í Pepsi Max deild kvenna. Þær koma báðar frá Bandaríkjunum.

Katie Cousins er 24 ára miðjumaður og lék með Tennesse háskólanum í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum ferli og á að baki fjölda leikja með hinu geysisterka U20 ára landsliði Bandaríkjanna og lék m.a. með því á HM U20 kvenna árið 2016.

Hún var lykilmaður í sterku liði Tennesse á þeim tíma sem hún lék þar og var tvisvar valinn í úrvalslið allra háskóla í Bandaríkjunum.

Shae Murison er 22 ára framherji frá Santa Barbara háskólanum. Hún skoraði 34 mörk í 76 leikjum með keppnisliði skólans, þar með talið 17 mörk í 19 leikjum á fyrsta ári sínu.

Það ár var hún valin framherji ársins í keppni bestu háskólanna í vesturhluta Bandaríkjanna og í úrvalslið á sama svæði. Á síðasta ári var hún valin leikmaður ársins í Santa Barbara háskólanum.

„Þetta eru gríðarlega spennandi leikmenn," segir Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar, „Í bland við okkar góða hóp af uppöldum Þrótturum og öðrum leikmönnum sem hafa verið hjá okkur lengi, þá teljum við þessir leikmenn muni tryggja að Þróttur tefli fram sterku liði á komandi sumri."

Nýliðar Þróttar komu á óvart í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili en liðið endaði í 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner