Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 27. janúar 2022 23:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með pressuna - „Lítum vel út í janúar en það er langt í mót"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góð frammistaða, hörkuleikur, frábærar aðstæður, hraður bolti, bæði lið að pressa og fullt af færum þannig þetta var skemmtilegur leikur. Þetta voru tvö flott lið á góðum stað, fullt af mörkum og ég var gríðarlega ánægður með pressuna okkar," sagði ánægður Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Við gerðum það sama og þeir voru að gera á móti okkur og þetta var pressa í báðar áttir. Við héldum þeim ágætlega í skefjum, náðum að vinna boltann oft hátt uppi á vellinum og refsa þeim. Mér fannst Blikarnir góðir þrátt fyrir að þeir hafi tapað í dag. Það er gott að fá sigur og sigra Fótbolta.net mótið - frábært,"

Pressa Stjörnunnar var mjög öflug í leiknum og pressuðu þeir andstæðingana mjög hátt á vellinum. Er þetta eitthvað sem fólk mun sjá í leikjum með Stjörnunni í sumar?

„Já, líklega, við erum að leggja þetta þannig upp. Við erum að æfa mjög vel, mikill metnaður í mönnum og menn leggja mikið á sig. Það skilaði sér með þessum sigri í dag og þessum sigrum sem við höfum unnið í þessu móti. „So far so good", við lítum vel út í janúar en það er ennþá langt í mót."

Stjarnan er með urmul af leikmönnum sem eru í yngri landsliðum Íslands, strákum sem eru yngri en tvítugir. Áttu von á því að þessir strákar fari út í atvinnumennsku?

„Ég vona að þeir verði bara með okkur, þetta eru frábærir strákar sem leggja mikið á sig. Það væri frábært að halda þeim í sumar - ekki spurning."

Er ljúfara að vinna leiki gegn Breiðabliki en öðrum liðum? „Nei, ekkert meira. Það er frábært að vinna Fótbolta.net mótið, það er fyrir öllu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en þar var Ágúst spurður sérstaklega út í Jóhann Árna og Sindra Þór Ingimarsson.
Athugasemdir
banner
banner