Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 27. janúar 2022 23:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með pressuna - „Lítum vel út í janúar en það er langt í mót"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góð frammistaða, hörkuleikur, frábærar aðstæður, hraður bolti, bæði lið að pressa og fullt af færum þannig þetta var skemmtilegur leikur. Þetta voru tvö flott lið á góðum stað, fullt af mörkum og ég var gríðarlega ánægður með pressuna okkar," sagði ánægður Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Við gerðum það sama og þeir voru að gera á móti okkur og þetta var pressa í báðar áttir. Við héldum þeim ágætlega í skefjum, náðum að vinna boltann oft hátt uppi á vellinum og refsa þeim. Mér fannst Blikarnir góðir þrátt fyrir að þeir hafi tapað í dag. Það er gott að fá sigur og sigra Fótbolta.net mótið - frábært,"

Pressa Stjörnunnar var mjög öflug í leiknum og pressuðu þeir andstæðingana mjög hátt á vellinum. Er þetta eitthvað sem fólk mun sjá í leikjum með Stjörnunni í sumar?

„Já, líklega, við erum að leggja þetta þannig upp. Við erum að æfa mjög vel, mikill metnaður í mönnum og menn leggja mikið á sig. Það skilaði sér með þessum sigri í dag og þessum sigrum sem við höfum unnið í þessu móti. „So far so good", við lítum vel út í janúar en það er ennþá langt í mót."

Stjarnan er með urmul af leikmönnum sem eru í yngri landsliðum Íslands, strákum sem eru yngri en tvítugir. Áttu von á því að þessir strákar fari út í atvinnumennsku?

„Ég vona að þeir verði bara með okkur, þetta eru frábærir strákar sem leggja mikið á sig. Það væri frábært að halda þeim í sumar - ekki spurning."

Er ljúfara að vinna leiki gegn Breiðabliki en öðrum liðum? „Nei, ekkert meira. Það er frábært að vinna Fótbolta.net mótið, það er fyrir öllu."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en þar var Ágúst spurður sérstaklega út í Jóhann Árna og Sindra Þór Ingimarsson.
Athugasemdir
banner
banner