Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. febrúar 2021 19:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PAOK saknaði Sverris, Ari Freyr sneri aftur og Ragnar kominn í hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK tapaði óvænt gegn Asteras Tripolis á útivelli í grísku ofurdeildinni í kvöld. Sverrir Ingi Ingason lék ekki vegna leikbanns í liði PAOK sem lenti undir á 37. mínútu.

Heimamenn bættu við forystuna á 54. mínútu og þá ákvað þjálfari PAOK að henda Shinji Kagawa, fyrrum leikmanni Man Utd og Dortmund, inn á. Gestirnir minnkuðu muninn með marki frá Andrija Zivkovic á 84. mínútu en lengra komust þeir ekki. PAOK er í 2. sæti deildarinnar sem stednur, tólf stigum á eftir toppliði Olympiakos.

Í Belgíu sneri Ari Freyr Skúlason aftur í leikmannahóp Oostende en hann hefur glímt við kórónuveiruna að undanförnu. Ari kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Oostende gegn Mechelen. Annað mark heimamanna kom á 86. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Oostende er í 4. sæti deildarinnar með 46 stig þegar 29. umferðin er í gangi.

Þá var Ragnar Sigurðsson mættur á varamannabekkinn hjá Rukh Lviv í úkraínsku deildinni. Rukh mætti Kolos Kovalivka í kvöld á útivelli og vann 1-2.

Ragnar hefur ekki leikið með liðinu frá því hann kom í janúar frá FC Kaupmannahöfn en gífurlega jákvætt fyrir íslenska landsliðið að sjá hann í leikmannahópnum. Rukh er með þrettán stig eftir sextán leiki í úkraínsku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner