Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. mars 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mike Ashley fer í taugarnar á ársmiðahöfum Newcastle
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley, eigandi Newcastle, fer í taugarnar á stuðningsmönnum Newcastle og það ekki í fyrsta sinn. Stuðningsmenn félagsins eru ósáttir með það að búið sé að rukka fyrir ársmiða næsta tímabils.

Stuðningsmannafélag Newcastle hafði beðið um að greiðslum fyrir ársmiða næsta tímabils yrði frestað vegna óvissunar sem er í gangi út af kórónuveirunni.

Hlé hefur verið gert á ensku úrvalsdeildinni til 30. apríl að minnsta kosti út af veirunni, en óvíst er hvaða áhrif það mun hafa á næstu leiktíð.

Þeir sem hafa verið ársmiðahafar lengi og eru búnir að skrá sig áfram voru rukkaðir um 620 pund, það sem nemur 105 þúsund íslenskum krónum, fyrir ársmiða næsta tímabils þrátt fyrir óvissuna og þá erfiða tíma sem nú ganga yfir.

„Newcastle United getur enn breytt þessu núna og aðstoðað þá stuðningsmenn sem eru í fjárhagslegum erfiðuleikum vegna þessa heimsfaraldurs," sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmannafélagi Newcastle, NUST.

Í BBC kemur fram að sum úrvalsdeildarfélög hafi boðið áframhaldandi ársmiðahöfum að fresta greiðslu í allt að þrjá mánuði, en Newcastle ætlar ekki að gera það.

Thomas Concannon, stuðningsmaður Newcastle, sem hefur verið ársmiðahafi á St. James' Park í meira en 20 ár sagði við BBC Sport: „Sem sjálfstarfandi einstaklingur sem er allt í einu atvinnulaus út af kórónuveirunni þá verða vikurnar og mánuðirnir framundan örugglega mjög erfiðir."

„Hugsunin að þurfa að hætta við að kaupa ársmiðann er hræðileg. Ég vil bara að félagið skilji aðstöðu þeirra sem þurfa á hjálpa að halda á þessum tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner