Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 27. apríl 2016 15:11
Magnús Már Einarsson
Daniel Bamberg kominn með leikheimild með Blikum
Mynd: Blikar.is
Brasilíski miðju og sóknarmaðurinn Daniel Bamberg hefur fengið leikheimild með Breiðabliki sem þýðir að hann verður löglegur þegar liðið mætir Víkingi Ólafsvík í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöld.

Bamberg samdi við Blika í febrúar en gat ekkert spilað með liðinu í Lengjubikarnum þar sem hann var ekki kominn með atvinnuleyfi og félagaskipti.

Hinn 31 árs gamli Daniel hefur meðal annars spilaði með Norrköping og Örerbro í Svíþjóð en undanfarin ár hefur hann leikið með Haugasund í norsku efstu deildinni. Hann á að baki 248 leiki í efstu deild og hefur skorað 52 mörk. Blikar binda miklar vonir við hann í sumar.

„Hann er frábær leikmaður sem mun gera frábæra hluti fyrir okkur. Hann hefur spilað tíu ár í efstu deild í Noregi og Svíþjóð verið lykilmaður í sínu liði. Ég held að margir átti sig ekki á því hvaða leikmann við erum með. Þeir sem þekkja til í norskri og sænskri knattspyrnu átta sig á því hvaða leikmaður þetta er," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Blika í löngu viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Ég tel að við höfum dottið í lukkupottinn. Ég á ekki von á öðru en að hann standi undir þeim væntingum sem við gerum til hans. Þetta er líka gæðapiltur sem er alltaf í góðu skapi."

Tveir leikmenn í Pepsi-deildinni bíða ennþá eftir að gengið verði frá pappírsmálum til að þeir fái leikheimild og óvíst er ennþá hvort þeir nái 1. umferðinni. Þar er um að ræða markverðina Duwayne Oriel Kerr hjá Stjörnunni og Derby Carillo hjá ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner