,,Það er auðvitað alltaf fúlt að detta úr bikarkeppni," sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Hauka, eftir 3-0 tap gegn ÍBV í Borgunarbikarnum fyrr í kvöld.
,,Menn voru að leggja sig fram og ég var sérstaklega ánægður með seinni hálfleikinn þar vorum við stöðugt að koma okkur í stöðu til að búa til eitthvað," sagði Sigurbjörn.
,,Leikurinn ræðst eiginlega á föstum leikatriðum, þrjú föst leikatriði sem þeir skora úr," sagði Sigurbjörn en Eyjamenn skoruðu tvö sinna marka eftir hornspyrnu og hið þriðja úr vítaspyrnu.
,,Í fyrri hálfleik vorum við ekki nógu áræðnir, við hefðum getað sótt á þá aðeins framar en það kom svo í seinni hálfleik og við ætluðum að skora þriðja markið til að minnka muninn í 2-1 en þá hefði leikurinn ennþá verið alveg opinn," sagði Sigurbjörn en Eyjamenn náðu að halda hreinu í sínum fyrsta leik í dag þrátt fyrir góð færi Hauka.
Athugasemdir
























