Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 18:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Skrítið að mæta bestu vinum sínum - „Ansi auðvelt að gíra sig í þennan leik"
Tómas Orri í leiknum í gær.
Tómas Orri í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Byrjað alla leiki FH á tímabilinu.
Byrjað alla leiki FH á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Kári spilar með Tómasi á miðjunni.
Baldur Kári spilar með Tómasi á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel er gæðamesti leikmaður FH.
Björn Daníel er gæðamesti leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tómas Orri Róbertsson hefur verið fastamaður í byrjunarliði FH í byrjun móts. Miðjumaðurinn hefur byrjað alla leiki liðsins á tímabilinu eftir að hafa komið frá Breiðabliki í vetur.

Hann fékk leyfi frá Breiðabliki í vetur til að finna sér nýtt félag og eftir að hafa æft með FH samdi hann við félagið.

Í gær var hann svo í sigurliði á móti uppeldisfélaginu þegar FH sigraði Breiðablik, 2-0 urðu lokatölur í Kaplakrika.

Fótbolti.net rædd við Tómas Orra í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

Liðsheild og andi lykillinn
Hvernig líður þér með þessa byrjun á mótinu, stöðuna á FH og þína spilamennsku?

Mér líður bara nokkuð vel með þessa byrjun á mótinu og þá sérstaklega síðustu 3-4 leiki þar sem við höfum náð að sýna ákveðinn stöðugleika í frammistöðu og náð í þrjá góða sigra. Staðan er bara ansi góð eins og hún er í dag en við þurfum að vera tilbúnir í að halda áfram að leggja hart að okkur sem lið í hverjum einasta leik til að ná í góð úrslit."

„Mér finnst mín spilamennska hafa verið bara nokkuð góð og hef ég bara reynt að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu, það er fyrst og fremst liðsheildin og andinn í síðustu leikjum sem hefur verið að gefa bæði mér og okkur sem liði gríðarlega mikið."


Vonandi halda tækifærin áfram að koma
Þú hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum, hefur það komið þér á óvart?

„Já, satt að segja þá kom það mér smá á óvart vegna þess að þetta er mjög góður hópur og mikil samkeppni innan hópsins. Maður hefur bara reynt að gera sitt og standa sig til að fá tækifæri og vonandi heldur það bara áfram."

Skrítið að spila á móti uppeldisfélaginu
Hvernig var að spila á móti Breiðabliki í gær? Var það eitthvað öðruvísi en að mæta öðrum liðum? Einhverjar skeytasendingar í kringum leikinn?

„Það var smá skrítið að spila á móti Breiðablik í gær og þá sérstaklega þegar nokkrir af bestu vinum mínum voru að spila í grænu. Ég ætla alveg að viðurkenna það að það var ansi auðvelt að gíra sig í þennan leik og var það smá svona extra sætt að ná þremur stigum í gær."

„Það var hvorki meira né minna talað við vinina í Breiðabliki fyrir leikinn. Það var þó léttur vinalegur banter á Saffran í hádeginu fyrir leikinn þar sem ég hitti á þrjá félaga í hádegismat."


Sturlað að spila á Kaplakrikavelli
Hvernig finnst þér að spila í efstu deild, hversu gaman er þetta?

„Mér finnst þetta búið að vera mjög gaman hingað til og bara geggjað hvað hópurinn er að ná vel saman. Við höfum náð að búa til góða stemningu og það er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram."

„Það er sturlað að spila á Kaplakrikavelli og frábært að sjá að fólk er tilbúið að mæta á völlinn og styðja. Ég hlakka bara til að halda tímabilinu áfram og fara í alla leiki til að vinna þá og sýna góða frammistöðu."


Leysir allar stöður með gæðunum sínum
Þú, Björn Daníel og Baldur Kári hafið myndað öfluga miðju, hvernig er að spila með þeim? Eru hlutverkin mjög skýr hver á að gera hvað?

„Það er frábært að spila með þeim. Við erum að ná að tengja vel saman og hefur lykilatriðið verið að hjálpa og hlaupa mikið fyrir hvorn annan. Hlutverkin okkar eru mjög skýr að mínu mati."

„Það er síðan ekki verra fyrir mig og Badda að geta bara fundið Bjössa í lappir og hann leysir allar stöður sem koma upp með gæðunum sínum,"
segir Tómas Orri sem varð 21 árs í síðasta mánuði og hafði fyrir þetta tímabil aldrei spilað í efstu deild.
Athugasemdir
banner