Cristiano Ronaldo lék líklega sinn síðasta leik fyrir Al-Nassr í kvöld en hann hefur verið orðaður í burtu frá félaginu.
Hann skoraði 800. mark sitt á félagsliðaferlinum í kvöld þegar liðið tapaði 3-2 gegn Al-Fateh. Hann hefur alls skorað 936 mörk fyrir félagslið og landslið.
Hann skoraði 800. mark sitt á félagsliðaferlinum í kvöld þegar liðið tapaði 3-2 gegn Al-Fateh. Hann hefur alls skorað 936 mörk fyrir félagslið og landslið.
Hann skrifaði færslu á X í kvöld þar sem hann sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Hún verður áfram skrifuð. Þakklátur öllum."
Hann stefnir á að spila á HM félagsliða í sumar en hann hefur verið orðaður við Wydad í Marokkó og mexíkóska félagið Monterrey. Al Hilal, Chelsea, Fluminense og Palmeiras hafa einnig verið nefnd, en Wydad og Monterrey eru talin leiða kapphlaupið um portúgalska sóknarmanninn.
This chapter is over.
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) May 26, 2025
The story? Still being written.
Grateful to all. pic.twitter.com/Vuvl5siEB3
Athugasemdir