Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo skoraði 800. markið sitt - „Þessum kafla er lokið"
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo lék líklega sinn síðasta leik fyrir Al-Nassr í kvöld en hann hefur verið orðaður í burtu frá félaginu.

Hann skoraði 800. mark sitt á félagsliðaferlinum í kvöld þegar liðið tapaði 3-2 gegn Al-Fateh. Hann hefur alls skorað 936 mörk fyrir félagslið og landslið.

Hann skrifaði færslu á X í kvöld þar sem hann sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Hún verður áfram skrifuð. Þakklátur öllum."

Hann stefnir á að spila á HM félagsliða í sumar en hann hefur verið orðaður við Wydad í Marokkó og mexíkóska félagið Monterrey. Al Hilal, Chelsea, Fluminense og Palmeiras hafa einnig verið nefnd, en Wydad og Monterrey eru talin leiða kapphlaupið um portúgalska sóknarmanninn.


Athugasemdir
banner