Arnór Ingvi Traustason skoraði frábært mark þegar Norrköping gerði jafntefli gegn toppliði Mjallby í sænsku deildinni í kvöld.
Mjallby var með forystuna í hálfleik en Arnór Ingvi jafnaði metin undir lok leiksins þegar hann skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.
Mjallby var með forystuna í hálfleik en Arnór Ingvi jafnaði metin undir lok leiksins þegar hann skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu.
Arnór og Ísak Andri Sigurgeirsson spiluðu báðir allan leikinn.
Norrköping er í 9. sæti deildaarinnar með 14 stig eftir eftir ellefu umferðir. Mjallby er á toppnum með 27 stig, Elfsborg er í 3. sæti með 25 stig og á leik til góða.
Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Kvitterat i Norrköping! Arnór Traustason med frisparksmålet! ?????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) May 26, 2025
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/hDqJwLjMAz
Athugasemdir