Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti hópur Ancelotti: Antony og Casemiro valdir en ekki Neymar
Antony var sjóðandi heitur hjá Real Betis
Antony var sjóðandi heitur hjá Real Betis
Mynd: EPA
Richarlison er í hópnum en ekki Neymar
Richarlison er í hópnum en ekki Neymar
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið sinn fyrsta hóp. Liðið mun mæta Ekvador og Paragvæ í undankeppni HM 5. og 11. júní.

Ancelotti velur m.a. Casemiro og Antony. Þá er Matheus Cunha, leikmaður Wolves, í hópnum, Raphinha leikmaður Barcelona og Richarlison leikmaður Tottenham ásamt Alisson markverði Liverpool en Ederson, markvörður City er ekki í hópnum.

Þá er Neymar ekki valinn í þetta sinn.

„Neymar er ekki með þar sem hann er nýkominn til baka eftir meiðsli. Ég ræddi við hann og við komumst að samkomulagi um þetta. Ég treysti á Neymar, við villjum að hann verði í sínu besta formi fyrir HM," sagði Ancelotti.

Markmenn: Alisson (Liverpool), Bento (Al-Nassr), Hugo Souza (Corinthians)

Varnarmenn: Alex Sandro, Danilo, Leo Ortiz, Wesley (Allir frá Flamengo), Alexsandro (Lille), Lucas Beraldo (Paris Saint-Germain), Carlos Augusto (Inter Milan), Vanderson (Monaco)

Miðjumenn: Andreas Pereira (Fulham), Andrey Santos (Strasbourg), Bruno Guimaraes (Newcastle), Casemiro (Manchester United), Ederson (Atalanta), (Gerson)

Sóknarmenn: Antony (Real Betis), Estêvão (Palmeiras), Gabriel Martinelli (Arsenal), Matheus Cunha (Wolverhampton), Raphinha (Barcelona), Richarlison (Tottenham), Vinicius Júnior (Real Madrid)
Athugasemdir
banner