Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso: Án Ancelotti væri ég ekki hér
Mynd: EPA
Xabi Alonso var ráðinn stjóri Real Madrid í gær en hann náði frábærum árangri með Leverkusen. Hann tók við af Carlo Ancelotti sem hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu.

„Stuðningsmenn Real Madrid eru spenntir að byrja þessa nýju tíma, vaxa og að gera sögu þessa félags enn stærri. Þetta er sérstakur dagur. Þetta er dagur sem verður merktur á dagatalið mitt alla ævi. Ég er mjög ánægður að vera hér og finn að þetta er heimilið mitt," sagði Alonso.

Alonso lék undir stjórn Ancelotti hjá Real Madrid og Bayern á sínum tíma.

„Hann er frábær manneskja og hefur gríðarlega mikil áhrif. Án hans snilldar væri ég sennilega ekki hérna. Ég tek við af honum og held arfleifð hans áfram með mikilum heiðri og stolti," sagði Alonso.
Athugasemdir
banner
banner