Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 7. umferð - Valin í U23 landsliðið í fyrsta sinn
Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
Birna Kristín Björnsdóttir.
Birna Kristín Björnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birna í leik með FH.
Birna í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birna Kristín Björnsdóttir, leikmaður FH, er sterkasti leikmaður 7. umferðar Bestu deildar kvenna.

Hún átti stóran þátt í sigri FH-inga gegn Blikum en hún lokaði vel á sóknarleik Íslandsmeistarana í hlutverki sínu sem djúpur miðjumaður.

„Hljóp úr sér lungun sem djúpliggjandi á miðjunni og tengdi vel saman vörn og sókn. Skilaðu góðu dagsverki bæði varnarlega og sóknarlega," skrifaði Alexander Tonini í skýrslu sinni frá leiknum en hún og Arna Eiríksdóttir stóðu upp úr í FH-liðinu.

„Var nýlega valin í U23 ára landsliðið og frammistaðan hér í kvöld sannar að hún eigi heima þar," skrifaði Alexander jafnframt.

Birna Kristín, sem er fædd árið 2004, var þarna að spila á móti uppeldisfélagi sínu. Hún fékk aldrei almennilegt tækifæri í meistaraflokki Blika og skipti yfir til FH fyrir sumarið 2023. Í sumar hefur hún verið í lykilhlutverki í Hafnarfirðinum.

„Þetta var svakalegur baráttusigur," sagði Birna við Fótbolta.net eftir leikinn. „Þetta var frábært hjá liðinu."

„Mér leið vel í leiknum og einbeitingin var í hámarki. Ég gaf allt sem ég gat í þennan leik og er búin á því núna."

Hún er spennt fyrir komandi verkefni með U23 landsliðinu. „Það er frábært að vera valin í þennan hóp með þessum geggjuðu stelpum. Ég er spennt fyrir þessu verkefni," sagði Birna Kristín.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Uppbótartíminn - Nýtt lið á toppnum og mikilvægir landsleikir
Athugasemdir
banner
banner