Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, var sérstakur gestur í Innkastinu þar sem 8. umferð Bestu deildar karla var gerð upp.
Óskar segist ekki í vafa um hver hafi verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til.
Óskar segist ekki í vafa um hver hafi verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til.
„Það er bara án nokkurs vafa Eiður Aron Sigurbjörnsson. Hann er búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins. Ef einhver reynir að segja eitthvað annað við mig er ég til í að taka kaffihús," segir Óskar Smári.
„Hann stýrir þessu liði varnarlega frá A til Ö og það er ekki bara það, það er svo mikið hjarta í þessum gæja. Ef einhver bregst þá er hann fyrsti maðurinn til að mæta á svæðið. Mér finnst hann hafa verið bestur eftir átta umferðir."
Eiður er 35 ára og hefur verið sem klettur í „Vestraveggnum“ svokallaða. Vestri er í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 8 | 5 | 2 | 1 | 17 - 8 | +9 | 17 |
2. Vestri | 8 | 5 | 1 | 2 | 11 - 4 | +7 | 16 |
3. Breiðablik | 8 | 5 | 1 | 2 | 13 - 11 | +2 | 16 |
4. Valur | 8 | 3 | 3 | 2 | 18 - 12 | +6 | 12 |
5. Fram | 8 | 4 | 0 | 4 | 14 - 13 | +1 | 12 |
6. KR | 8 | 2 | 4 | 2 | 24 - 18 | +6 | 10 |
7. FH | 8 | 3 | 1 | 4 | 14 - 12 | +2 | 10 |
8. Stjarnan | 8 | 3 | 1 | 4 | 12 - 15 | -3 | 10 |
9. Afturelding | 8 | 3 | 1 | 4 | 8 - 11 | -3 | 10 |
10. ÍBV | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 - 14 | -7 | 8 |
11. KA | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 - 15 | -8 | 8 |
12. ÍA | 8 | 2 | 0 | 6 | 8 - 20 | -12 | 6 |
Athugasemdir