Callum Wilson, framherji Newcastle, átti gríðarlega erfiða æsku. Hann er elstur sex systkina en þau voru alin upp af einstæðri móður.
Hann ræddi erfiðleikana í hlavarpsþættinum High Performance Podcast en þar talaði hann m.a. um að hann þurfti að fara í fóstur, fékk mataraðstoð og heimilisofbeldi í æsku.
Hann ræddi erfiðleikana í hlavarpsþættinum High Performance Podcast en þar talaði hann m.a. um að hann þurfti að fara í fóstur, fékk mataraðstoð og heimilisofbeldi í æsku.
Hann hefur nýlega sótt sér aðstoð hjá sálfræðingi til að fá aðstoð við áföllin sem hann varð fyrir í æsku en hann var með sjálfsvígshugsanir aðeins 12 ára gamall.
„Ég var svo ungur. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið allt sem lífið hefur upp á að bjóða,"
„Það var meira þarna úti fyrir mig. Æðri máttarvöld voru að kalla á mig og fótboltinn bjargaði mér, það var minn flótti. Mamma keyrði ekki svo þjálfarinn minn þurfti alltaf að ná í mig. Þegar ég fór út af heimilinu mínu fann ég fyrir fjölskyldustemningu hjá jafningjum mínum."
Honum leið vel hjá fjölskyldu þjálfara síns.
„Ég fékk þá ást og umhyggju sem ég fékk sennilega ekki eins mikið heima hjá mér. Það var ekki val eða mömmu að kenna. Umhverfið var að hafa áhrif á það sem ég var að verða. Fótboltinn hjálpaði mér að forðast það."
Wilson ákvað að leita sér hjálpar eftir að hafa rifist við sjúkraþjálfara Newcastle í fyrra.
„Ég hef áttað mig á því að þegar það gengur vel í fótboltanum og lífinu er hægt að útiloka hugsanirnar. Ég átti 18 mánaða tímabil þar sem kom bakslag eftir bakslag, það var of mikið til að bæla niður. Ég hugsaði þá: 'Ég þarf á hjálp að halda'." Sagði Wilson.
Athugasemdir