Real Madrid goðsögnin Zinedine Zidane er hrikalega hrifinn af Lamine Yamal, ungstirni Barcelona.
Zidane er 52 ára Frakki en hann lék á sínum tíma með Real Madrid og vann deildina og Meistaradeildina með liðinu.
Zidane er 52 ára Frakki en hann lék á sínum tíma með Real Madrid og vann deildina og Meistaradeildina með liðinu.
Hann er gríðarlega hrifinn af Yamal en hann hrósaði honum sérstaklega fyrir frammistöðu sína gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
„Við njótum þess öll að horfa á hann spila. Undanúrslitaleikurinn gegn Inter Milan, seinni hálfleikurinn – ég meina, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á ævinni. Það er sjaldgæft.“
Athugasemdir