Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 16:17
Elvar Geir Magnússon
Charlton og Wimbledon fara upp og fögnuðu á Wembley
Charlton fagnaði á Wembley í gær.
Charlton fagnaði á Wembley í gær.
Mynd: Charlton Athletic
Sunderland komst upp í úrvalsdeildina.
Sunderland komst upp í úrvalsdeildina.
Mynd: Sunderland
Það hefur verið nóg að gera á Wembley leikvangnum þar sem úrslitaleikir í umspilum neðri deilda Englands hafa verið leiknir undanfarna daga.

Á sunnudag komst Sunderland upp í úrvalsdeildina með dramatískum sigri gegn Sheffield United þar sem táningurinn Tommy Watson skoraði sigurmarkið.

Þá er Charlton komið aftur upp í Championship-deildina eftir fimm ára fjarveru en liðið vann 1-0 sigur gegn Leyton Orient í gær. Macaulay Gillesphey skoraði eina markið úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.

Í dag vann Wimbledon síðan sigur á Walsall og komst upp í C-deildina. Myles Hippolyte skoraði eina mark leiksins með þéttingsföstu skoti í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Mikið svekkelsi fyrir Walsall sem var um tíma með tólf stiga forystu í deildinni en endaði á því að síga niður í umspilið.

Hér má sjá hvaða lið eru að fara upp og niður í fótboltastiganum á Englandi:

Niður úr úrvalsdeildinni: Leicester, Ipswich og Southampton.

Upp úr Championship: Leeds, Burnley og Sunderland.

Niður úr Championship: Luton, Plymouth og Cardiff.

Upp úr C-deildinni: Birmingham, Wrexham og Charlton.

Niður úr C-deildinni: Crawley, Bristol Rovers, Cambridge og Shrewsbury.

Upp úr D-deildinni: Doncaster, Port Vale, Bradford og Wimbledon.
Athugasemdir
banner
banner