Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti segir son sinn velkominn í landsliðsteymið
Feðgarnir
Feðgarnir
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti er tekinn við brasilíska landsliðinu eftir að hafa hætt með Real Madrid eftir tímabilið.

Davide Ancelotti, sonur Carlo, var aðstoðarþjálfari pabba síns hjá Real Madrid. Hann fór ekki með Ancelotti eldri til Brasilíu en hann er sagður vera á óskalista Rangers.

Carlo boðar son sinn velkominn í landsliðsteymið ef hann finnur sér ekki félagslið.

„Davide er í viðræðum við evrópskt lið og mér fannst það ekki rétt að taka hann inn. Ef hann semur við félag óska ég honum alls hins besta, ef ekki má hann koma aftur til okkar," sagði Ancelotti.
Athugasemdir