Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harðlega gagnrýndur fyrir svörin eftir stórtapið - „Fáránleg ummæli"
Lengjudeildin
Óli Hrannar.
Óli Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á hliðarlínunni í Keflavík.
Á hliðarlínunni í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hrikaleg frammistaða hjá Leikni á föstudaginn.
Hrikaleg frammistaða hjá Leikni á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir tapaði illa, 6-0, í Keflavík á föstudagskvöldið. Keflavík leiddi með þremur mörkum í hálfleik og bætti svo við þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Leiknir er í neðsta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir, með eitt stig sem kom gegn Þrótti í 1. umferð deildarinnar.

Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag var Óli Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  0 Leiknir R.

„Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag. Það er bara sannleikurinn og það sást á vellinum. Heildar hugmyndin hjá þeim er bara komin miklu lengra heldur en hjá okkur og þeir áttu sigurinn skilið," sagði Óli Hrannar.

Fyrir ekki svo löngu síðan mættust liðin í Mjólkurbkarnum og þá vann Keflavík nauman sigur.

„Ég horfði á þessi lið keppa í bikarnum rétt fyrir mót þar sem Keflavík vinnur 1-0 í hnífjöfnum leik þar sem Leiknismenn voru miklu betri í seinni hálfleiknum," sagði Elvar Geir í útvarpsþættinum.

Baldvin Már Borgarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu svo málin.

„Þetta var í fjórðu umferð, liðin í sömu deild annað árið í röð. Keflavík á ekkert að vera komið miklu lengra en Leiknir. Ég er uppi í Leikni 5x í viku, Óli og Nemmi eru að drilla alla daga, eru með pælingar og hugmyndir. Það bara vantar eitthvað annað. Það er ekki bara hægt að labba inn í viðtal og segja að Keflavík sé komið miklu lengra en við," sagði Baldvin sem þjálfar lið Árbæjar sem æfir og spilar í Breiðholti.

„Þetta eru bara fáránleg ummæli. Þú ert nýbúinn að sækja markvörð úr Bestu deildinni (Óla Íshólm). Þú ert með Daða Bærings, Dusan Brkovic, annan Serba til, Dag Hammer [o.s.frv.]. Þetta fellur um sjálft sig. Þessi ummæli eru ekki rökrétt, þú getur ekki farið og látið rassskella þig og mætt með eitthvað svona," sagði Tómas Þór og nefndi að með sama áframhaldi yrði ekki langt í að breytingar yrðu gerðar í Breiðholti.

„Það er það sem ég hef áhyggjur af, þetta lyktar af nákvæmlega sama og fer í taugarnar á mér ÍA. Gæðin í leikmannahópnum eru til staðar, en menn eru ekki að spila á pari, heldur langt yfir því," sagði Baldvin.

Leikmenn Leiknis fengu sinn skerf af gagnrýninni en umræðuna má nálgast eftir um 44 mínútur í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Vond vörn og uppgjör við enska hringborðið
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 4 3 0 1 13 - 4 +9 9
2.    Njarðvík 4 2 2 0 10 - 4 +6 8
3.    ÍR 4 2 2 0 5 - 2 +3 8
4.    Þór 4 2 1 1 11 - 9 +2 7
5.    Þróttur R. 4 2 1 1 6 - 6 0 7
6.    Völsungur 4 2 0 2 5 - 8 -3 6
7.    Fylkir 4 1 2 1 5 - 4 +1 5
8.    HK 4 1 2 1 4 - 5 -1 5
9.    Grindavík 4 1 1 2 11 - 11 0 4
10.    Selfoss 4 1 0 3 3 - 7 -4 3
11.    Fjölnir 4 0 2 2 6 - 9 -3 2
12.    Leiknir R. 4 0 1 3 2 - 12 -10 1
Athugasemdir
banner