Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. september 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Atli Viðar spáir í lokaumferðina í Pepsi Max-deildinni
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nær FH að klára 3. sætið?
Nær FH að klára 3. sætið?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hilmar Árni er markahæstur fyrir lokaumferðina.
Hilmar Árni er markahæstur fyrir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Pepsi Max-deildinni er á dagskrá á morgun og þar er mesta spennan um það hvort FH eða Stjarnan nær 3. sætinu og síðasta Evrópusætinu.

Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH og núverandi sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum, spáir í lokaumferðina.



Stjarnan 4 - 2 ÍBV (14:00 á morgun)
Stjarnan klárar þetta nokkuð þægilega í Garðabænum. Hilmar Árni skorar snemma og Gary nær líka einu marki í lokin en það skilar honum ekki að sínu markmiði og gullskórinn endar hjá Hilmari Árna.

FH 3 - 0 Grindavík (14:00 á morgun)
Held að FH vinni þennan leik og tryggi sér þar með síðasta lausa evrópusætið. Sé fyrir mér að þetta gæti alveg orðið erfitt fyrir FH-ingana, mikil taugaspenna og sigurmark seint í leiknum en ég hallast þó frekar að því að FH nái marki snemma og klári þægilegan sigur. Lennon og Morten Beck skora fyrir FH. Davíð Þór kveður deildina með stæl, jafnvel með marki en tel það þó afar ólíklegt.

ÍA 3 - 2 Víkingur R. (14:00 á morgun)
Arnar Gunnlaugs fer á heimaslóðir á Skaganum en mér hefur fundist vera spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn í bikarnum og held þeir verði áfram í vandræðum. ÍA nær upp betri stemmningu og klára mótið með góðum sigri. Viktor Jónsson skorar tvö gegn uppeldisfélaginu.

Valur 2 - 0 HK (14:00 á morgun)
Langt frá síðasta sigurleik Vals en ég trúi ekki öðru en að þeir vilji enda sitt tímabil með örlítilli reisn og klára það með sigri á heimavelli. HK eru alveg örugglega búnir að ná markmiðum sínum en þeir hafa aðeins gefið eftir undanfarið og klára annars frábært tímabil hjá sér, með tapleik.

KA 4 - 3 Fylkir (14:00 á morgun)
KA heldur áfram að safna stigum með nýju taktíkinni. Held að þetta gæti orðið ekta haustleikur í blíðunni fyrir norðan, lítið í húfi en mikið af mörkum.

Breiðablik 2 - 2 KR (14:00 á morgun)
Verður opinn og fjörugur leikur og held að bæði lið gangi nokkuð sátt af velli með eitt stig. Gústi Gylfa kveður Kópavoginn með tvö silfur sem einhverntímann hefði þótt ágætt þar en KR nær ekki að jafna stigametið sem þeir myndu gera með sigri.

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson (5 réttir)
Gói Sportrönd (5 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (4 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Jón Þór Hauksson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Bergsveinn Ólafsson (0 réttir)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner