Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 27. september 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Henderson og Milner séu algjörir meðalleikmenn
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, fyrrum stjóri RB Leipzig, hrósar Jurgen Klopp og segir að hann fái „algjöra meðalleikmenn" eins og Jordan Henderso og James Milner til að blómstra.

Klopp var valinn besti þjálfarinn á FIFA verðlaunaafhendingunni fyrr í þessari viku.

Henderson og Milner léku stórt hlutverk þegar Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.

„Ef þú horfir á Jordan Henderson og James Milner þá voru þeir algjörir meðalleikmenn áður en Klopp kom. Það er algjörlega stjóranum að þakka," segir Rangnick.

„Fyrir nokkrum árum voru leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino allt annað en hefðbundnir pressandi sóknarmenn. Þeir vildu bara fá boltann og leika sér með hann. Þeir hafa breyst undir stjórn Jurgen Klopp en hann gerir leikmenn betri."

Rangnick er íþróttastjóri Leipzig í dag og segir að þýska deildin hafi misst mikið þegar Klopp og Pep Guardiola fóru.

„Toppleikmenn verða betri undir toppstjórum. Það hefur hægst á leiknum í Þýskalandi síðan við misstum þessa menn. Julian Nagelsmann (stjóri RB Leipzig) er hæfileikaríkasti þjálfari Þýskalands í dag. Hann er mjög þroskaður miðað við ungan aldur og ef hann heldur áfram að þróast gæti hann komist á sama stall og Klopp og Guardiola," segir Rangnick.
Athugasemdir
banner
banner
banner