Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfur Blandon spáir í 19. umferð 2. deildar karla
Úlfur Blandon.
Úlfur Blandon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir eru með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.
Kórdrengir eru með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.
Mynd: Hulda Margrét
Það eru fjórar heilar umferðir eftir í 2. deild karla. Spennan er mikil fyrir því hvaða lið fara upp og hvaða lið fara niður um deild.

Í dag verður 19. umferðin leikin í heild sinni. Úlfur Blandon, knattspyrnuþjálfari, spáir í leikina sem eru í dag.

Haukar 1 - 1 Víðir (14 í dag)
Haukar hafa að litlu að keppa að lengur, eru dottnir út toppbaráttu og eru ekki nálægt fallbaráttu. Víðir hins vegar er að róa lífróður og þurfa að róa að kappi til að bjarga sæti sínu í deildinni. Víðir hefur bara unnið einn leik á útivelli í sumar, spurning hvort það komi sigur í þessum mikilvæga leik.

Þróttur V. 1 - 1 Kórdrengir (14 í dag)
Toppslagur tveggja efstu liðana. Kórdrengir hafa ekki tapað í 11 leikjum og ætla sér ekki að byrja á því núna. Þróttur Vogum hafa unnið í síðustu fimm leikjum. Þarna mætast tvö lið sem eru búin að stilla strengina fyrir lokametrana í deildinni. Virkilega áhugaverður leikur. Kórdrengir þurfa bara tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni.

Völsungur 2 - 1 ÍR (14 í dag)
Völsungar þétta raðirnar fyrir næst síðasta heimaleikinn á þessu tímabili. Völsungur nær með þessum sigri að tengja saman tvo sigurleiki í röð í fyrsta sinn á þessu tímabili eftir sterkan sigur á móti KF í síðustu umferð.

Njarðvík 3 - 0 Dalvík/Reynir (14 í dag)
Njarðvík eru búið að vera á fínni siglingu ef frá er tekinn leikurinn á móti ÍR. Náðu í þrjú góð stig á útivelli í síðsta leik. Njarðvík klára þennan leik auðveldlega og sigra 3-0.

Selfoss 2 - 0 KF (16 í dag)
Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Selfyssingum í þessum leik til að vera með í toppbaráttunni. Selfyssingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn á þessu tímabili í deildinni sem er alls ekki ásættanlegt þrátt fyrir að vera spila við liðin í kringum sig. KF eru búnir að vera flottir í sumar og komið mörgum á óvart með flottu skipulagi og fínum úrslitum í ýmsum leikjum þar með talið Selfossi í fyrri leik liðina. Selfyssingar reynast þeim hinsvegar of stór biti að þessu sinni og klára þennan leik nokkuð þægilega.

Kári 3 - 1 Fjarðabyggð (19:15 í dag)
Það er alltaf erfitt að mæta í Akraneshöllina og spila á móti sterku Kára liði. Káramenn ætla sér ekkert annað en sigur á móti Fjarðabyggð og vilja enda eins ofarlega í töflunni og nokkur kostur er eftir vonbrigða sumar þar sem væntingarnar vöru töluvert meiri en árangurinn þegar upp er staðið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner