Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 16:15
Fótbolti.net
Besti dómarinn 2021 - Ekki átt slakan leik í allt sumar
Jóhann Ingi Jónsson
Jóhann Ingi Jónsson.
Jóhann Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net velur Jóhann Inga Jónsson sem dómara ársins en hann hefur að mati sérfræðinga síðunnar verið sá besti í Pepsi Max-deildinni.

Sjá einnig:
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil

„Ég held að hann hafi varla átt slakan leik með flautuna í allt sumar, á þessu annars góða dómaratímabili," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Hann hefur farið upp um 'level' og er farinn að taka stærri leiki í deildinni. Hann er bara kominn í hóp með þeim allra bestu í deildinni."

„Besta hrós sem dómari getur fengið er að vera eiginlega ekkert í umræðunni. Maður hefur varla heyrt talað um Jóhann Inga í gegnum sumarið. Þá er hann að taka réttar ákvarðanir og enginn er ósáttur," segir Sverrir Mar Smárason.

Jóhann Ingi er 36 ára og á væntanlega ansi mörg ár eftir í dómgæslunni.

Sjá einnig:
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2020
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2019
Þóroddur Hjaltalín dómari ársins 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari ársins 2017
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner