De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   þri 27. september 2022 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Aron Einar rekinn af velli - Grimmur dómur?
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, var rétt í þessu rekinn af velli í leik liðsins við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Atvikið átti sér á 8. mínútu. Boltinn datt inn fyrir vörn íslenska liðsins og fór Aron í spretthlaup við framherja albanska liðsins.

Myrto Uzuni hafði betur í baráttunni við Aron en féll svo við eftir viðskipti sín við hann.

Dómarinn sá ekkert athugavert við þetta en var hálfri mínútur síðar beðin um að skoða atvikið nánar. Þar tók hann ákvörðun um að reka Aron af velli en dómurinn var svolítið grimmur þegar atvikið er skoðað í endursýningu.

Hægt er að sjá það hér fyrir neðan.

Atvikið má sjá hér
Athugasemdir
banner
banner