Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 19:56
Kári Snorrason
Háskólaboltinn - Júlía Ruth skoraði þrennu og Úlfur á skotskónum
Úlfur Ágúst Björnsson.
Úlfur Ágúst Björnsson.
Mynd: Duke University
Það er nóg um að vera hjá íslenskum leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Við hjá Fótbolta.net ætlum á næstu vikum að fylgjast betur með þar sem fjölmargir íslenskir leikmenn eru að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum.

Í ACC deildinni sneri Úlfur Ágúst Björnsson aftur eftir meiðsli og skoraði glæsilegt mark á móti Syracuse (sjá markið) Ólafur Flóki ásamt Lukas Magni tóku sterkan sigur á Berkeley (sjá Instagram).

Jón Gunnar Magnússon lagði upp í 2-0 sigri Saint Xavier (sjá myndband) og Hildigunnur hjá Santa Clara skoraði stórkostlegt mark í 1-0 sigri á Dartmouth (sjá markið).

Eiður Baldvinsson setti tvö mörk fyrir Dartmouth gegn Vermont (viðtal), og þá gerði Júlía Ruth Thasaphong sér lítið fyrir og skoraði þrennu með Oral Roberts (sjá mörkin). Auður Scheving varði sjö skot í marki LSU gegn Vanderbilt (sjá meira)

Marey Helgadóttir og Lilja Björg Ólafsdóttir hafa verið lykilmenn hjá Life University og hafa báðar komið að mörkum auk stoðsendinga(frétt). Þá spilaði Katrín Ágústsdóttir stórt hlutverk í 1-0 sigri Texas State á Georgia Southern (leikskýrsla).

Athugasemdir