Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
banner
   fim 25. september 2025 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti sigurinn hjá Söru Björk - Emilía Kiær í tapliði
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Al-Qadsiah í fyrsta sigri liðsins í sádi arabísku deildinni á þessu tímabili.

Liðið fékk Al-Ula í heimsókn í þriðju umferð deildarinnar. Al-Qadsiah var komið með 3-0 forystu í hálfleik og bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik, 5-0 lokatölur. Al-Qadsiah er með þrjú stig í 5. sæti.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn í 1-0 tapi RB Leipzig gegn HSV í þýsku deildinni.

Leipzig er með þrjú stig eftir fjórar umferðirr í 10. sæti.
Athugasemdir
banner