Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 27. nóvember 2020 08:17
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Rúnar Alex er hugrakkur og er að bæta sig
Rúnar Alex í leiknum í gær.
Rúnar Alex í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Íslenski markvörðurinn á æfingasvæðinu.
Íslenski markvörðurinn á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson hefur haldið marki Arsenal hreinu í þeim tveimur Evrópudeildarleikjum sem hann hefur spilað, gegn Dundalk og svo í Noregi gegn Molde í gær.

Arsenal vann 3-0 gegn Molde og norskir fjölmiðlar spjölluðu við Rúnar Alex eftir leikinn. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn talar norsku og spjallaði meðal annars við fjölmiðlamenn um veru sína í Noregi en faðir hans, Rúnar Kristinsson, er fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Lilleström.

„Ég er að læra betur inn á liðsfélaga mína og þetta var góður leikur gegn góðu liði. Það er gott fyrir sjálfstraustið og gott fyrir þróunina að halda markinu hreinu," segir Rúnar Alex.

Hann er viss um að faðir sinn sé stoltur af því sem hann sé að gera á ferlinum.

„Hann er alltaf stoltur, bæði af því sem ég geri innan vallar og utan hans. Ég reyni samt að tala ekki mikið um fótbolta fyrir leiki. Hann er faðir minn og ég vil að hann sé í því hlutverki, hann sé ekki þjálfari minn. Ég er með svo marga hjá Arsenal. Pabbo er pabbi og ég ræði ekki við hann um fótbolta nema þegar ég leitast eftir hans skoðun. Okkar samband er mjög gott," segir Rúnar Alex.

Hrós frá stjóranum
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ánægður með frammistöðu íslenska markvarðarsins.

„Hann aðlagast. Alex er leikmaður með karakter, það sást í þessum leik. Hann er hugrakkur og er með gæði þegar hann er með boltann í fótunum. Hann þorir að taka áhættu þegar hann telur ástæðu til. Hann verður bara betri og betri," segir Arteta.

Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en Arteta var spurður að því hvort Rúnar Alex gæti slegið hann út?

„Maður veit aldrei. Hann verður að eiga það skilið. Það er samkeppni um markvarðarstöðuna og það er í þeirra höndum að standa sig og keppa við hvorn annan," segir Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner