Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 27. nóvember 2021 16:28
Aksentije Milisic
Þýskaland: Haaland sneri aftur og skoraði
Mynd: EPA
Fimm leikir voru að klárast í þýsku úrvalsdeildinni en leikið er í þrettándu umferð deildarinnar.

Dortmund komst á toppinn, tímabundið hið minnsta, eftir öflugan 3-1 útisigur á Wolfsburg. Heimamenn í Wolfsburg komust yfir en Dortmund svaraði með þremur mörkum.

Erling Braut Haaland kom inn á hjá Dortmund í síðari hálfleiknum og var hann búinn að skora eftir aðeins sjö mínútur á vellinum. Haaland hefur verið meiddur og var því að snúa aftur.

Augsburg gerði jafntefli gegn Herthu Berlin en Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópnum hjá Augsburg í dag. Augsburg jafnaði leikinn þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Köln vann góðan sigur á Mönchengladbach, Bochum vann Freiburg og þá vann Hoffenheim lið Greuther Furth í níu marka leik. Leiknum lauk með 3-6 sigri Hoffenheim.



Wolfsburg 1 - 3 Borussia D.
1-0 Wout Weghorst ('2 )
1-1 Emre Can ('35 , víti)
1-2 Donyell Malen ('55 )
1-3 Erling Haland ('81 )

Hertha 1 - 0 Augsburg
1-0 Marco Richter ('40 )
1-1 Michael Gregoritsch (90+7)

Koln 4 - 1 Borussia M.
1-0 Dejan Ljubicic ('55 )
1-1 Jonas Hofmann ('74 )
2-1 Mark Uth ('77 )
3-1 Ondrej Duda ('78 )
4-1 Sebastian Andersson ('90)

Bochum 2 - 1 Freiburg
0-1 Philipp Lienhart ('51 )
1-1 Sebastian Polter ('54 )
2-1 Milos Pantovic ('82 )

Greuther Furth 3 - 6 Hoffenheim
1-0 Jamie Leweling ('22 )
1-1 Ihlas Bebou ('32 )
1-2 Georginio Rutter ('40 )
2-2 Timothy Tillmann ('46 )
2-3 Georginio Rutter ('57 )
2-4 Ihlas Bebou ('62 )
2-5 Marco Meyerhofer ('66 , sjálfsmark)
3-5 Branimir Hrgota ('67 )
4-6 Ihlas Bebou ('80 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner