Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Díaz vill bara fara til Liverpool - Nær Mourinho í Xhaka?
Powerade
Luis Díaz virðist á leið til Liverpool.
Luis Díaz virðist á leið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Úlfarnir halda Neves... allavega til sumars.
Úlfarnir halda Neves... allavega til sumars.
Mynd: EPA
James McAtee og Ilkay Gundogan
James McAtee og Ilkay Gundogan
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Matt Turner.
Markvörðurinn Matt Turner.
Mynd: EPA
Þá er það pakkinn sem kenntur er við slúður. Vlahovic, Guimaraes, Xhaka, Broja, Luiz, Lingard, Meunier og fleiri líta við. Það er föstudagur, áfram Ísland!

Hugur kólumbíska vængmannsins Luis Díaz (25), sem virðist á leið á Anfield frá Porto, var allur á Liverpool um leið og hann heyrði af áhuga félagsins. Díaz var að nálgast Tottenham en umboðsmaðurinn Jorge Mendes skarst í leikinn og gaf Liverpool færi á stíga inn. Nú vill Díaz bara fara til Liverpool. (Mirror)

Úlfarnir eru bjartsýnir á að halda portúgalska miðjumanninum Ruben Neves (24), allavega til sumars. Manchester United og Arsenal hafa sýnt honum áhuga. (Sun)

Paris St-Germain er nálægt því að ganga frá lánssamningi við Tanguy Ndombele (25), franska miðjumanninn hjá Tottenham. (Telegraph)

Rangers í Glasgow hefur blandað sér í baráttuna um að fá enska miðjumanninn James McAtee (19) lánaðan frá Manchester City. Southampton, Brighton, Aston Villa og Leicester hafa einnig áhuga á táningnum. (Teamtalk)

Það er frágengið að brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes (24) fari til Newcastle frá Lyon fyrir 30 milljónir punda. (Talksport)

Jose Mourinho stjóri Roma er enn vongóður um að geta fengið svissneska miðjumanninn Granit Xhaka (29) til Roma frá Arsenal áður en janúarglugganum verður lokað. (Mail)

Tvö helstu skotmörk West Ham fyrir janúargluggann eru albanski sóknarmaðurinn Armando Broja (20) sem er á láni hjá Southampton frá Chelsa og Sílemaðurinn Ben Brereton Díaz (22), framherji Blackburn Rovers. (Football Insider)

Everton, Leeds United og Wolves hafa einnig áhuga á Broja. Southampton vill halda honum í sínum röðum eftir tímabilið. (Teamtalk)

Aston Villa hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði frá ónefndu úrvalsdeildarfélagi í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (23). Arsenal íhugar að gera tilboð í leikmanninn en er ekki umrætt félag. (Evening Standard)

Arsenal þarf að bíða að minnsta kosti til sumars með að reyna að fá hollenska sóknarleikmanninn Cody Gakpo (22) frá PSV Eindhoven. Hollenska félagið hefur bundið leikmanninn í samningaviðræður. (Mail)

Arsenal hefur gert samkomulag um að fá bandaríska markvörðurinn Matt Turner (27) frá New England Revolution í sumar. (Athletic)

Aston Villa, Everton og Leicester fylgjast öll með stöðu Jesse Lingard (29) hjá Manchester United. Tilraunir Newcastle til að fá enska landsliðsmanninn hafa runnið út í sandinn. (Manchester Evening News)

Barcelona hefur sett sig í samband við Borussia Dortmund en félagið vill fá belgíska hægri bakvörðinn Thomas Meunier (30) lánaðan frá þýska félaginu. (Marca)

Chelsea bauð Lyon að fá 3 milljónir punda í skaðabætur ef félagið fengi Emeron Palmieri (27) til baka úr láni en franska félagið hafnaði því. (Mail)

Ashley Young (36) hefur hafnað því að fara til Newcastle. Hann getur spilað sem varnarmaður eða vængmaður en vill vera áfram hjá Aston Villa. (Mirror)

Tottenham hefur áhuga á þýska markverðinum Alexander Nubel (25) sem er á láni hjá Mónakó frá Bayern München. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner