Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 28. maí 2020 08:00
Elvar Geir Magnússon
PSG að kaupa Icardi alfarið
Corriere dello Sport segir að Paris Saint-Germain muni um helgina tilkynna um kaup á sóknarmanninum Mauro Icardi sem hefur verið hjá félaginu á lánssamningi frá Inter.

Sagt er að verið sé að ganga frá formsatriðum og leikmaðurinn muni kosta um 60 milljónir evra.

Icardi, sem er fyrrum fyrirliði Inter, hefur skorað 20 mörk í 31 leik í París.

Hann skoraði 124 mörk og átti 28 stoðsendingar í 219 leikjum fyrir Inter.
Athugasemdir