Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   sun 28. júlí 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Þetta eru erfiðir leikir milli Evrópuleikjanna en mér fannst við spila virkilega vel. Fyrstu 25 mínúturnar voru torsóttar en eftir það tókum við yfir og sýndum virkilega flotta frammistöðu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-1 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ég sagði við strákana í hálfleik að þú þarft að vinna fyrir því að snú mómentinu fyrir þig í íþróttum og fótbolta og reyndar bara í lífinu. Mér fannst við gera það vel í hálfleik. Mörk létta lífið. Um leið og við skoruðum fóru menn að þora að tjá sig með boltann. Boltinn er vinur leikmannsins, hann er ekki óvinur þinn.

Mér leiðist að taka einhvern einn mann fyrir en ég verð samt að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Hann lyftir leik okkar á nýtt og hærra level þegar við þurftum svo sannarlega á því að halda í fyrri hálfleik.

Það voru fjórir mjög góðir leikmenn sem við gáfum hvíld í dag. Mig hefur mjög lengi langað að gefa Sveini Gísla mínútur, það er leiðinlegt að hann hafi ekki byrjað fleiri leiki en hann fékk góðar 70 mínútur núna. Hann átti að skora reyndar eftir hornspyrnu minnir mig. Hann stóð sig mjög vel.

Við verðum að fara með því hugarfari inn í seinni leikinn að við ætlum ekki að gefast upp. Ég held að um leið og við skorum þetta blessaða mark verða þeir stressaðir og óagaðir. Við þurfum að sækja það mark og móment. Það gæti tekið 90 mínútur en það er allt í lagi. Sama á hvað dynur þurfum við að hafa trú á verkefninu. Þess vegna var svo mikilvægt að fá sigur hér í kvöld til að fara brosandi upp í flugvélina.

Helgi Guðjóns skoraði í dag eftir að koma inn á af bekknum en hann virðist alltaf skora eftir að koma inn á af bekknum.

Hann er reyndar þegar hann byrjar líka en hann virðist skora alltaf af bekknum. Ég hef sagt það 100 sinnum áður, þegar hann er á bekknum er hann lesandi leikinn og hann er alltaf klár. Hann er örugglega drullufúll út í mig að hafa ekki byrjað í kvöld en vonandi fer hann sáttur á koddann í kvöld.“ sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir