Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 28. júlí 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Þetta eru erfiðir leikir milli Evrópuleikjanna en mér fannst við spila virkilega vel. Fyrstu 25 mínúturnar voru torsóttar en eftir það tókum við yfir og sýndum virkilega flotta frammistöðu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-1 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ég sagði við strákana í hálfleik að þú þarft að vinna fyrir því að snú mómentinu fyrir þig í íþróttum og fótbolta og reyndar bara í lífinu. Mér fannst við gera það vel í hálfleik. Mörk létta lífið. Um leið og við skoruðum fóru menn að þora að tjá sig með boltann. Boltinn er vinur leikmannsins, hann er ekki óvinur þinn.

Mér leiðist að taka einhvern einn mann fyrir en ég verð samt að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Hann lyftir leik okkar á nýtt og hærra level þegar við þurftum svo sannarlega á því að halda í fyrri hálfleik.

Það voru fjórir mjög góðir leikmenn sem við gáfum hvíld í dag. Mig hefur mjög lengi langað að gefa Sveini Gísla mínútur, það er leiðinlegt að hann hafi ekki byrjað fleiri leiki en hann fékk góðar 70 mínútur núna. Hann átti að skora reyndar eftir hornspyrnu minnir mig. Hann stóð sig mjög vel.

Við verðum að fara með því hugarfari inn í seinni leikinn að við ætlum ekki að gefast upp. Ég held að um leið og við skorum þetta blessaða mark verða þeir stressaðir og óagaðir. Við þurfum að sækja það mark og móment. Það gæti tekið 90 mínútur en það er allt í lagi. Sama á hvað dynur þurfum við að hafa trú á verkefninu. Þess vegna var svo mikilvægt að fá sigur hér í kvöld til að fara brosandi upp í flugvélina.

Helgi Guðjóns skoraði í dag eftir að koma inn á af bekknum en hann virðist alltaf skora eftir að koma inn á af bekknum.

Hann er reyndar þegar hann byrjar líka en hann virðist skora alltaf af bekknum. Ég hef sagt það 100 sinnum áður, þegar hann er á bekknum er hann lesandi leikinn og hann er alltaf klár. Hann er örugglega drullufúll út í mig að hafa ekki byrjað í kvöld en vonandi fer hann sáttur á koddann í kvöld.“ sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner