Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 28. júlí 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Þetta eru erfiðir leikir milli Evrópuleikjanna en mér fannst við spila virkilega vel. Fyrstu 25 mínúturnar voru torsóttar en eftir það tókum við yfir og sýndum virkilega flotta frammistöðu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-1 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ég sagði við strákana í hálfleik að þú þarft að vinna fyrir því að snú mómentinu fyrir þig í íþróttum og fótbolta og reyndar bara í lífinu. Mér fannst við gera það vel í hálfleik. Mörk létta lífið. Um leið og við skoruðum fóru menn að þora að tjá sig með boltann. Boltinn er vinur leikmannsins, hann er ekki óvinur þinn.

Mér leiðist að taka einhvern einn mann fyrir en ég verð samt að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Hann lyftir leik okkar á nýtt og hærra level þegar við þurftum svo sannarlega á því að halda í fyrri hálfleik.

Það voru fjórir mjög góðir leikmenn sem við gáfum hvíld í dag. Mig hefur mjög lengi langað að gefa Sveini Gísla mínútur, það er leiðinlegt að hann hafi ekki byrjað fleiri leiki en hann fékk góðar 70 mínútur núna. Hann átti að skora reyndar eftir hornspyrnu minnir mig. Hann stóð sig mjög vel.

Við verðum að fara með því hugarfari inn í seinni leikinn að við ætlum ekki að gefast upp. Ég held að um leið og við skorum þetta blessaða mark verða þeir stressaðir og óagaðir. Við þurfum að sækja það mark og móment. Það gæti tekið 90 mínútur en það er allt í lagi. Sama á hvað dynur þurfum við að hafa trú á verkefninu. Þess vegna var svo mikilvægt að fá sigur hér í kvöld til að fara brosandi upp í flugvélina.

Helgi Guðjóns skoraði í dag eftir að koma inn á af bekknum en hann virðist alltaf skora eftir að koma inn á af bekknum.

Hann er reyndar þegar hann byrjar líka en hann virðist skora alltaf af bekknum. Ég hef sagt það 100 sinnum áður, þegar hann er á bekknum er hann lesandi leikinn og hann er alltaf klár. Hann er örugglega drullufúll út í mig að hafa ekki byrjað í kvöld en vonandi fer hann sáttur á koddann í kvöld.“ sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner