Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 28. júlí 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Þetta eru erfiðir leikir milli Evrópuleikjanna en mér fannst við spila virkilega vel. Fyrstu 25 mínúturnar voru torsóttar en eftir það tókum við yfir og sýndum virkilega flotta frammistöðu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-1 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ég sagði við strákana í hálfleik að þú þarft að vinna fyrir því að snú mómentinu fyrir þig í íþróttum og fótbolta og reyndar bara í lífinu. Mér fannst við gera það vel í hálfleik. Mörk létta lífið. Um leið og við skoruðum fóru menn að þora að tjá sig með boltann. Boltinn er vinur leikmannsins, hann er ekki óvinur þinn.

Mér leiðist að taka einhvern einn mann fyrir en ég verð samt að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Hann lyftir leik okkar á nýtt og hærra level þegar við þurftum svo sannarlega á því að halda í fyrri hálfleik.

Það voru fjórir mjög góðir leikmenn sem við gáfum hvíld í dag. Mig hefur mjög lengi langað að gefa Sveini Gísla mínútur, það er leiðinlegt að hann hafi ekki byrjað fleiri leiki en hann fékk góðar 70 mínútur núna. Hann átti að skora reyndar eftir hornspyrnu minnir mig. Hann stóð sig mjög vel.

Við verðum að fara með því hugarfari inn í seinni leikinn að við ætlum ekki að gefast upp. Ég held að um leið og við skorum þetta blessaða mark verða þeir stressaðir og óagaðir. Við þurfum að sækja það mark og móment. Það gæti tekið 90 mínútur en það er allt í lagi. Sama á hvað dynur þurfum við að hafa trú á verkefninu. Þess vegna var svo mikilvægt að fá sigur hér í kvöld til að fara brosandi upp í flugvélina.

Helgi Guðjóns skoraði í dag eftir að koma inn á af bekknum en hann virðist alltaf skora eftir að koma inn á af bekknum.

Hann er reyndar þegar hann byrjar líka en hann virðist skora alltaf af bekknum. Ég hef sagt það 100 sinnum áður, þegar hann er á bekknum er hann lesandi leikinn og hann er alltaf klár. Hann er örugglega drullufúll út í mig að hafa ekki byrjað í kvöld en vonandi fer hann sáttur á koddann í kvöld.“ sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir