Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 28. júlí 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Stundum falla hlutirnir bara ekki með okkur
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir mitt leyti frábær fyrri hálfleikur og einn besti hálfleikurinn okkar í sumar. Heilt yfir mjög góður leikur af okkar hálfu. Ég veit að við þurfum að gera smá breytingar þegar Gustav fer út af, en hann er ekki nógu klár í fleiri mínútur. Við urðum að fara í þessar breytingar og þá fór þetta að riðlast hjá okkur varnarlega,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir svekkjandi 2-0 tap gegn FH á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Davíð var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari hafi þetta aðeins riðlast og sérstaklega eftir að Gustav Kjeldsen fór af velli.

„Mér fannst við hrikalega solid varnarlega. Við erum búnir að eiga tvo leiki við FH-liðið og fannst við eiga skilið fullt af stigum út úr þessum leikjum, bæði í Kaplakrika og hér í dag. Stundum falla hlutirnir bara ekki með okkur og fannst við mögulega eiga fá víti þegar Andri fellur í teignum og Ibra á frábært skot sem Sindri ver stórkostlega. Markvarsla á heimsmælikvarða og svo vitum við að FH er gríðarlega sterkt í föstum leikatriðum og vissum það fyrir leikinn að ekkert lið skorar fleiri mörk í föstum leikatriðum. Ég er kannski pínu ósáttur við það, en eins og ég segi er bara áfram með þetta. Við sýndum það hér í dag að þegar allir eru heilir erum við hörkulið og ekkert síðra lið en FH-liðið.“

Vestri er enn í leit að fyrsta heimasigri tímabilsins. Liðið byrjaði að spila á Kerecis-vellinum í júní og ekki náð í sigur í þeim fimm leikjum sem það hefur spilað á heimavelli.

Hvað vantaði upp á í dag?

„Mér fannst vanta aðeins í að fá alvöru færi í fyrri hálfleik. FH gerir auðvitað vel í seinni hálfleik, setja Björn Daníel neðar á völlinn og vilja fá hann aðeins meira í boltann. Við ströggluðum aðeins með það en heilt yfir hörkuleikur. Við vitum að FH-liðið er hörkulið og vissum að þetta yrði erfiður leikur en mér fannst við eiga eitthvað skilið úr honum,“ sagði Davíð ennfremur en hann talaði einnig um meiðslavandræðin, leikmannamarkaðinn og margt fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner