Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 28. júlí 2024 22:34
Sölvi Haraldsson
Gunnar Vatnhamar: Seinustu leikir voru ekki slæmir
Sá er sterkur.
Sá er sterkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum það sem við þurftum að gera. Við skoruðum fullt af mörkum sem er jákvætt og vonandi höldum við þessu áfram.“ sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkinga, eftir 5-1 sigur á HK í dag. Gunnar var einn af markaskorurum Víkinga.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

HK-ingar voru ekki lengi að jafna leikinn í 1-1 eftir að Víkingar tóku forystuna en Gunnar er ánægður með það hvernig þeir brugðust við því jöfnunarmarki.

Við brugðumst vel við. Við vissum hvað við þurftum að gera en auðvitað vildum við halda hreinu í dag. Þeir gerðu vel í dag að skora mark og við verðum bara að taka því.

Það hefur ekki vantað færin í leikina síðkastið hjá Víkingum hjá Gunnari.

Við fáum alltaf eitthvað sjálfstraust úr þessum leik því við vitum að við getum skorað mörk og hvað við getum gert. Þú getur séð það á færunum sem við höfum fengið í undanförnum leikjum að við erum ekki að gera nægilega vel en samt að skapa færin. En í dag skoruðum við úr þessum færum. Þetta var góður leikur og seinustu leikir voru ekki slæmir, við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við getum gert.

Næsti leikur Víkinga er seinni leikur þeirra gegn Egnatia en Víkingar eru 2-1 undir í einvíginu eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Víkinni.

Við erum spenntir fyrir leiknum. Maður sá bara öll færin sem við fengum gegn þeim hérna heima. Við vorum óheppnir að geta ekki sýnt stuðningsmönnunum hérna heima hvað við getum gert. Við getum sýnt það í Albaníu og ætlum að vinna og komast áfram.

Gunnar segir að liðið vilji ná eins langt og þeir geta í Evrópu.

Við erum með markmið fyrir þetta tímabil sem við viljum ná en maður verður að setja þakið hátt. Við viljum fara eins langt og við getum í Evrópu. Það er alltaf góð reynsla að spila í Evrópu og ná langt, þá er gaman. Við viljum líka bara vinna alla leiki. Það er það sem við stefnum á að gera.“ sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner