Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 28. júlí 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Heimir: Það er vægt til orða tekið hjá þér
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson skoraði gott mark
Ólafur Guðmundsson skoraði gott mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með 2-0 iðnaðarsigur liðsins á Vestra á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

FH-ingar voru ekkert sérstaklega sannfærandi í fyrri hálfleiknum, en frammistaða liðsins batnaði í þeim síðari og náði liðið að setja tvö mörk á lokakafla leiksins.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, hvorki varnarlega né sóknarlega og þeir voru betri á öllum sviðum fótboltans. Þrátt fyrir það sköpuðu þeir sér engin opin færi í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik vorum við góðir varnarlega, stóran hluta, en betri sóknarlega og náðum að opna þá betur. Það voru svo miklir möguleikar fyrir okkur í skyndisóknum í fyrri hálfleik en nýttum það ekki nógu vel en nýttum það betur í seinni hálfleik. Við héldum markinu hreinu, skoruðum tvö og förum sáttir héðan,“ sagði Heimir við Fótbolta.net.

FH-ingar fengu urmul af hornspyrnum og voru búnir að greina Vestra liðið vel. Það var aðeins tímapursmál hvenær boltinn myndi detta í netið eftir eina slíka en Ólafur Guðmundsson gerði það á 82. mínútu.

„Auðvitað vitum við það og höfum horft á Vestra í föstum leikatriðum og við töldum að þetta væri besta leiðin til að særa þá. Óli Guðmunds gerði mjög vel og kláraði frábærlega. Mér fannst þessi föstu leikatriði vera þannig að við vorum að komast nær, nær og nær þannig gott að skora úr föstu leikatriði.“

Einnig var lagt upp með að nýta löngu innköstin en það var hins vegar ekki alveg að ganga upp í dag.

„Það er vægt til orða tekið hjá þér. Þau voru ömurleg. Ég held að við þurfum að eyða einhverjum part af næstu viku og láta Jóa og Sigga æfa löngu innköstin því við erum með marga góða skallamenn og sem eru sterkir í loftinu þannig við þurfum að nýta þetta betur.“

Hvernig lítur framhaldið út?

„Það sem ég hef alltaf sagt er að einbeita okkur að einum leik í einu. Klúbburinn er þannig saman settur að við viljum alltaf vera að keppa um eitthvað. Ég hef sagt það við leikmannahópinn að líta frekar upp á við en niður á við. Þetta var einn liður af því og nú er það að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Heimir ennfremur, en hann talaði einnig um meiðsli Grétars Snæ Gunnarssonar í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner