Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 28. júlí 2024 20:14
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Við viljum ekki tapa neinum leikjum hérna heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 Stjarnan

„Þetta var hörku leikur, við lögðum mikla vinnu í þennan leik og náðum að koma okkur í góða stöðu til þess að vinna þennan leik. En þeir gerðu vel í því að nýta sér okkar mistök og að sama skapi vorum við klaufar að nýta ekki þau tækifæri sem við fengum til þess að klára leikinn."

Skagamenn fengu nokkur dauðafæri í leiknum sem hefði getað fært þeim sigurinn ef þeir hefðu klárað þau færi.

„Öll töp eru svekkjandi og auðvitað sérstaklega þegar að okkur líður að við höfum öll tök á að vinna þennan leik en gerum það ekki. Auðvitað er það fúlt. Við viljum ekki tapa neinum leikjum hérna heima þannig menn eru virkilega svekktir og súrir með það. Við þurfum bara að sætta okkur við þá niðurstöðu og halda áfram."

Stjörnumenn náðu að stýra leiknum mjög vel og Skagamenn náðu lítið að halda í boltan í þessum leik.

„Mér fannst við líka bara klaufar á köflum þegar við vorum með hann að tengja spilið, láta boltan ganga og fara í þau svæði sem við vildum koma okkur í. Við sköpum okkur alveg nægilega mörg tækifæri til þess að vinna þennan leik. Vissulega voru sendingar sem klikkuðu og leiðir sem við gátum farið sem við völdum okkur ekki. En við töpuðum ekki leiknum á því, við bara nýtum ekki þau tækifæri sem við fáum til að klára leikinn og þeir refsa okkur grimmilega fyrir það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner