Þetta er allavegana eitthvað sem við trúðum á að við gætum gert og búnir að hafa nægan tíma til að setja upp leikinn. Það eru hvað, 17 dagar frá síðasta leik þannig að við erum búnir að ná að taka nokkra fundi og kortleggja þá. Bara gríðarlega ánægður með sigurinn og loksins farnir að spila aftur sagði Ólafur Íshólm Ólafsson markmaður Fram sem átti frábæran leik í sigri Fram á Val 4 - 1.
Lestu um leikinn: Fram 4 - 1 Valur
Þetta er búið að vera stórskrítið, vorum í langri pásu á milli leikja þar áður, voru 11 dagar á milli tveggja leikja í röð þannig að þetta var bara smá eins og tímabilið væri svoldið búið og mættir aftur í undirbúningstímabil.
Þeir eru með þvílík gæði í liðinu hjá sér þannig að það mátti alveg búast við hörku seinni hálfleik en sem betur fer fengum við bara eitt mark á okkur og náðum að skora eitt í seinni og eins og Rúnar sagði í hálfleik „að vinna seinni" það er sennilega lykilinn að þessu.
Nánar er rætt við Ólaf Íshólm hér að ofan