Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 28. júlí 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Óli Guðmunds: Héldum 'kúlinu' í hálfleik
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson var besti maður FH er liðið vann Vestra, 2-0, í 15. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í dag, en hann ræddi við Fótbolta,net eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Varnarmaðurinn var frábær í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.

Hann og félagar hans gerðu vel í að stöðva sóknir Vestra og þá gerði Ólafur mikilvægt mark á 82. mínútu eftir hornspyrnu áður en Vuk Oskar Dimitrijevic gerði út um leikinn á lokamínútunum.

„Hrikalega flott. Ágætis leikur hjá okkur og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður, en það tók klárlega sinn tíma og hafðist loksins. Við förum heim með þrjú stig.“

„Við héldum 'kúlinu' í hálfleik og svo var eitthvað sem Heimir sá sem við gátum nýtt betur. Við létum boltann fljóta aðeins hraðar og reyndum að finna svæðin á miðjunni þannig klárlega voru einhverjar breytingar,“
sagði Ólafur við Fótbolta.net.

FH-ingar eru í 4. sæti og aðeins fimm stigum frá toppnum. Hvert er markmiðið?

„Við sem klúbbur horfum bara upp töfluna. Við erum ekkert að pæla í því sem er fyrir neðan okkur. Við ætlum að sækja þrjú stig í hverjum einasta leik sem við spilum og reyna að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Ólafur og var síðan spurður út í það hvort það væri möguleiki á bikar í lok tímabils, en hann vildi þó lítið tjá sig um slík markmið.

„Ég ætla nú ekki að vera að segja það hér hvort það sé möguleiki en við tökum einn leik í einu og ætlum okkur þrjú stig í hverjum einasta leik,“ sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner