Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 28. júlí 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Óli Guðmunds: Héldum 'kúlinu' í hálfleik
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson var besti maður FH er liðið vann Vestra, 2-0, í 15. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í dag, en hann ræddi við Fótbolta,net eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Varnarmaðurinn var frábær í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.

Hann og félagar hans gerðu vel í að stöðva sóknir Vestra og þá gerði Ólafur mikilvægt mark á 82. mínútu eftir hornspyrnu áður en Vuk Oskar Dimitrijevic gerði út um leikinn á lokamínútunum.

„Hrikalega flott. Ágætis leikur hjá okkur og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður, en það tók klárlega sinn tíma og hafðist loksins. Við förum heim með þrjú stig.“

„Við héldum 'kúlinu' í hálfleik og svo var eitthvað sem Heimir sá sem við gátum nýtt betur. Við létum boltann fljóta aðeins hraðar og reyndum að finna svæðin á miðjunni þannig klárlega voru einhverjar breytingar,“
sagði Ólafur við Fótbolta.net.

FH-ingar eru í 4. sæti og aðeins fimm stigum frá toppnum. Hvert er markmiðið?

„Við sem klúbbur horfum bara upp töfluna. Við erum ekkert að pæla í því sem er fyrir neðan okkur. Við ætlum að sækja þrjú stig í hverjum einasta leik sem við spilum og reyna að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Ólafur og var síðan spurður út í það hvort það væri möguleiki á bikar í lok tímabils, en hann vildi þó lítið tjá sig um slík markmið.

„Ég ætla nú ekki að vera að segja það hér hvort það sé möguleiki en við tökum einn leik í einu og ætlum okkur þrjú stig í hverjum einasta leik,“ sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner