Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   sun 28. júlí 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Óli Guðmunds: Héldum 'kúlinu' í hálfleik
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson var besti maður FH er liðið vann Vestra, 2-0, í 15. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í dag, en hann ræddi við Fótbolta,net eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Varnarmaðurinn var frábær í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.

Hann og félagar hans gerðu vel í að stöðva sóknir Vestra og þá gerði Ólafur mikilvægt mark á 82. mínútu eftir hornspyrnu áður en Vuk Oskar Dimitrijevic gerði út um leikinn á lokamínútunum.

„Hrikalega flott. Ágætis leikur hjá okkur og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður, en það tók klárlega sinn tíma og hafðist loksins. Við förum heim með þrjú stig.“

„Við héldum 'kúlinu' í hálfleik og svo var eitthvað sem Heimir sá sem við gátum nýtt betur. Við létum boltann fljóta aðeins hraðar og reyndum að finna svæðin á miðjunni þannig klárlega voru einhverjar breytingar,“
sagði Ólafur við Fótbolta.net.

FH-ingar eru í 4. sæti og aðeins fimm stigum frá toppnum. Hvert er markmiðið?

„Við sem klúbbur horfum bara upp töfluna. Við erum ekkert að pæla í því sem er fyrir neðan okkur. Við ætlum að sækja þrjú stig í hverjum einasta leik sem við spilum og reyna að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Ólafur og var síðan spurður út í það hvort það væri möguleiki á bikar í lok tímabils, en hann vildi þó lítið tjá sig um slík markmið.

„Ég ætla nú ekki að vera að segja það hér hvort það sé möguleiki en við tökum einn leik í einu og ætlum okkur þrjú stig í hverjum einasta leik,“ sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner