Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 28. júlí 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Óli Guðmunds: Héldum 'kúlinu' í hálfleik
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson var besti maður FH er liðið vann Vestra, 2-0, í 15. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í dag, en hann ræddi við Fótbolta,net eftir leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Varnarmaðurinn var frábær í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.

Hann og félagar hans gerðu vel í að stöðva sóknir Vestra og þá gerði Ólafur mikilvægt mark á 82. mínútu eftir hornspyrnu áður en Vuk Oskar Dimitrijevic gerði út um leikinn á lokamínútunum.

„Hrikalega flott. Ágætis leikur hjá okkur og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður, en það tók klárlega sinn tíma og hafðist loksins. Við förum heim með þrjú stig.“

„Við héldum 'kúlinu' í hálfleik og svo var eitthvað sem Heimir sá sem við gátum nýtt betur. Við létum boltann fljóta aðeins hraðar og reyndum að finna svæðin á miðjunni þannig klárlega voru einhverjar breytingar,“
sagði Ólafur við Fótbolta.net.

FH-ingar eru í 4. sæti og aðeins fimm stigum frá toppnum. Hvert er markmiðið?

„Við sem klúbbur horfum bara upp töfluna. Við erum ekkert að pæla í því sem er fyrir neðan okkur. Við ætlum að sækja þrjú stig í hverjum einasta leik sem við spilum og reyna að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Ólafur og var síðan spurður út í það hvort það væri möguleiki á bikar í lok tímabils, en hann vildi þó lítið tjá sig um slík markmið.

„Ég ætla nú ekki að vera að segja það hér hvort það sé möguleiki en við tökum einn leik í einu og ætlum okkur þrjú stig í hverjum einasta leik,“ sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir