Ólafur Guðmundsson var besti maður FH er liðið vann Vestra, 2-0, í 15. umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í dag, en hann ræddi við Fótbolta,net eftir leik.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 FH
Varnarmaðurinn var frábær í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.
Hann og félagar hans gerðu vel í að stöðva sóknir Vestra og þá gerði Ólafur mikilvægt mark á 82. mínútu eftir hornspyrnu áður en Vuk Oskar Dimitrijevic gerði út um leikinn á lokamínútunum.
„Hrikalega flott. Ágætis leikur hjá okkur og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður, en það tók klárlega sinn tíma og hafðist loksins. Við förum heim með þrjú stig.“
„Við héldum 'kúlinu' í hálfleik og svo var eitthvað sem Heimir sá sem við gátum nýtt betur. Við létum boltann fljóta aðeins hraðar og reyndum að finna svæðin á miðjunni þannig klárlega voru einhverjar breytingar,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net.
FH-ingar eru í 4. sæti og aðeins fimm stigum frá toppnum. Hvert er markmiðið?
„Við sem klúbbur horfum bara upp töfluna. Við erum ekkert að pæla í því sem er fyrir neðan okkur. Við ætlum að sækja þrjú stig í hverjum einasta leik sem við spilum og reyna að komast eins ofarlega og við getum,“ sagði Ólafur og var síðan spurður út í það hvort það væri möguleiki á bikar í lok tímabils, en hann vildi þó lítið tjá sig um slík markmið.
„Ég ætla nú ekki að vera að segja það hér hvort það sé möguleiki en við tökum einn leik í einu og ætlum okkur þrjú stig í hverjum einasta leik,“ sagði Ólafur í lokin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir