Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 28. júlí 2024 22:50
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Þurfum klárlega að skoða markaðinn þar
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er hundsvekktur að fara með 3-1 undir í hálfleik. Það er eins og þessi tvö atvik undir lok fyrri hálfleiks hafi slegið svolítið vindinn úr okkur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 5-1 tap gegn Víkingi Reykjavík.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ómar Ingi var mjög ósáttur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum.

Við hefðum getað komist áður en þeir skora en svörum vel þegar þeir komast yfir. En við gerum of mikið af einföldum mistökum í leiknum. Þú þarft að eiga nánast mistakalausan leik gegn Víking. Ég er svekktur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum og sérstaklega þriðja markið. Það var smá klaufagangur.

Arnþór Ari hefði getað minnkað muninn í 3-2 í dag en klúðraði. Ómar Ingi telur að ef það hefði farið inn hefði þetta verið allt annar leikur.

Við erum 3-1 undir og pínu slegnir eftir seinustu 5 mínuturnar í fyrri hálfleiknum. Við fáum samt hörkutækifæri eftir pressuna okkar þar sem Arnþór fær boltann í vítateignum. Ef við hefðum minnkað muninn í 3-2 held ég að við gætum náð í kraft þar sem eftir var af seinni hálfleiknum. Ef við nýtum það ekki og náum ekki að bera meiri ábyrgð en við gerðum inni í vítateig þá vinnur maður ekki Víking.

Ómar segir komandi leiki og verkefni vera krefjandi.

Við viljum vera með meiri stig, eins og kannski öll lið í deildinni. Við erum með þau stig sem við erum með og þurfum að ná í þau stig sem eru í boði. Það verður erfitt allir leikirnir sem eru eftir eru hörkuerfiðir. Við þurfum allir að leggjast á eitt og gera vel í þeim leikjum.

Arnar Freyr, aðalmarkmaður HK, meiddist illa í seinasta leik gegn Vestra en Stefán Stefánsson spilaði í mari HK í dag.

Stefán byrjaði vel, hann er að byrja fyrsta sinn í meistaraflokki, hann hefur tvisvar tekið korter, eitt í fyrra og eitt núna þegar Arnar meiðist. Það var nóg að og varði heilan helling, sumt bara mjög vel. Hann gerði vel og á hrós skilið fyrir margt sem hann gerði í leiknum.

En ætla HK-ingar að nota Stefán sem aðalmarkmann út tímabilið?

„Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða stöðuna. Það var aldrei planið hjá mér og Beiti að hann myndi vera heilt tímabil eða hálft tímabil hjá okkur þegar við gerum þessi félagsskipti í vor. Við teljum okkur klárlega þurfa að skoða markaðinn þar.“

Viðtalið við Ómar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner