Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 28. júlí 2024 22:50
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Þurfum klárlega að skoða markaðinn þar
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er hundsvekktur að fara með 3-1 undir í hálfleik. Það er eins og þessi tvö atvik undir lok fyrri hálfleiks hafi slegið svolítið vindinn úr okkur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 5-1 tap gegn Víkingi Reykjavík.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ómar Ingi var mjög ósáttur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum.

Við hefðum getað komist áður en þeir skora en svörum vel þegar þeir komast yfir. En við gerum of mikið af einföldum mistökum í leiknum. Þú þarft að eiga nánast mistakalausan leik gegn Víking. Ég er svekktur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum og sérstaklega þriðja markið. Það var smá klaufagangur.

Arnþór Ari hefði getað minnkað muninn í 3-2 í dag en klúðraði. Ómar Ingi telur að ef það hefði farið inn hefði þetta verið allt annar leikur.

Við erum 3-1 undir og pínu slegnir eftir seinustu 5 mínuturnar í fyrri hálfleiknum. Við fáum samt hörkutækifæri eftir pressuna okkar þar sem Arnþór fær boltann í vítateignum. Ef við hefðum minnkað muninn í 3-2 held ég að við gætum náð í kraft þar sem eftir var af seinni hálfleiknum. Ef við nýtum það ekki og náum ekki að bera meiri ábyrgð en við gerðum inni í vítateig þá vinnur maður ekki Víking.

Ómar segir komandi leiki og verkefni vera krefjandi.

Við viljum vera með meiri stig, eins og kannski öll lið í deildinni. Við erum með þau stig sem við erum með og þurfum að ná í þau stig sem eru í boði. Það verður erfitt allir leikirnir sem eru eftir eru hörkuerfiðir. Við þurfum allir að leggjast á eitt og gera vel í þeim leikjum.

Arnar Freyr, aðalmarkmaður HK, meiddist illa í seinasta leik gegn Vestra en Stefán Stefánsson spilaði í mari HK í dag.

Stefán byrjaði vel, hann er að byrja fyrsta sinn í meistaraflokki, hann hefur tvisvar tekið korter, eitt í fyrra og eitt núna þegar Arnar meiðist. Það var nóg að og varði heilan helling, sumt bara mjög vel. Hann gerði vel og á hrós skilið fyrir margt sem hann gerði í leiknum.

En ætla HK-ingar að nota Stefán sem aðalmarkmann út tímabilið?

„Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða stöðuna. Það var aldrei planið hjá mér og Beiti að hann myndi vera heilt tímabil eða hálft tímabil hjá okkur þegar við gerum þessi félagsskipti í vor. Við teljum okkur klárlega þurfa að skoða markaðinn þar.“

Viðtalið við Ómar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir