Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 28. júlí 2024 22:50
Sölvi Haraldsson
Ómar Ingi: Þurfum klárlega að skoða markaðinn þar
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Ætlar að skoða markmannsmarkaðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er hundsvekktur að fara með 3-1 undir í hálfleik. Það er eins og þessi tvö atvik undir lok fyrri hálfleiks hafi slegið svolítið vindinn úr okkur.“ sagði Ómar Ingi, þjálfari HK, eftir 5-1 tap gegn Víkingi Reykjavík.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ómar Ingi var mjög ósáttur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum.

Við hefðum getað komist áður en þeir skora en svörum vel þegar þeir komast yfir. En við gerum of mikið af einföldum mistökum í leiknum. Þú þarft að eiga nánast mistakalausan leik gegn Víking. Ég er svekktur með seinustu 5 mínúturnar í fyrri hálfleiknum og sérstaklega þriðja markið. Það var smá klaufagangur.

Arnþór Ari hefði getað minnkað muninn í 3-2 í dag en klúðraði. Ómar Ingi telur að ef það hefði farið inn hefði þetta verið allt annar leikur.

Við erum 3-1 undir og pínu slegnir eftir seinustu 5 mínuturnar í fyrri hálfleiknum. Við fáum samt hörkutækifæri eftir pressuna okkar þar sem Arnþór fær boltann í vítateignum. Ef við hefðum minnkað muninn í 3-2 held ég að við gætum náð í kraft þar sem eftir var af seinni hálfleiknum. Ef við nýtum það ekki og náum ekki að bera meiri ábyrgð en við gerðum inni í vítateig þá vinnur maður ekki Víking.

Ómar segir komandi leiki og verkefni vera krefjandi.

Við viljum vera með meiri stig, eins og kannski öll lið í deildinni. Við erum með þau stig sem við erum með og þurfum að ná í þau stig sem eru í boði. Það verður erfitt allir leikirnir sem eru eftir eru hörkuerfiðir. Við þurfum allir að leggjast á eitt og gera vel í þeim leikjum.

Arnar Freyr, aðalmarkmaður HK, meiddist illa í seinasta leik gegn Vestra en Stefán Stefánsson spilaði í mari HK í dag.

Stefán byrjaði vel, hann er að byrja fyrsta sinn í meistaraflokki, hann hefur tvisvar tekið korter, eitt í fyrra og eitt núna þegar Arnar meiðist. Það var nóg að og varði heilan helling, sumt bara mjög vel. Hann gerði vel og á hrós skilið fyrir margt sem hann gerði í leiknum.

En ætla HK-ingar að nota Stefán sem aðalmarkmann út tímabilið?

„Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða stöðuna. Það var aldrei planið hjá mér og Beiti að hann myndi vera heilt tímabil eða hálft tímabil hjá okkur þegar við gerum þessi félagsskipti í vor. Við teljum okkur klárlega þurfa að skoða markaðinn þar.“

Viðtalið við Ómar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir