Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   sun 28. júlí 2024 21:46
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Viljum taka þátt í þeirri úrslitakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Maður vissi ekki hvernig þetta myndi fara allt saman. Erum búnir að æfa mjög og síðasta vika var frábær. Þetta voru svona lotur, við héldum að við værum að fara að spila við Val og svo var leiknum frestað sagði kampakátur Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir stórgóðan sigur sinna manna á Val  4 - 1 í lokaleik 15. umferðar Bestu deildar karla en leikurinn átti upprunalega að fara fram á síðastliðinn mánudag.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Valur

Við vorum ofboðslega ferskir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Nýttum vindinn vel og refsuðum á réttum augnablikum og stálum boltanum hátt af þeim einstaka sinnum sem skóp þennan sigur.

Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel.

Það er eins og þessi leiðinlega lumma, næsti leikur. Auðvitað kítlar það alla að reyna að berjast og það er yfirlýst markmið hjá okkur að reyna að vera í baráttunni um topp 6 eins lengi og hægt er og við erum þar ennþá og við ætlum að reyna að vera það áfram og gefa sjálfum okkur möguleika að taka þátt í þeirri úrslitakeppnni.

Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu hér að ofan og þar ræðir hann m.a. mögulega styrkingu inn í hópinn með Hollenskum sóknarmanni. 


Athugasemdir