Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 28. júlí 2024 21:46
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Viljum taka þátt í þeirri úrslitakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Maður vissi ekki hvernig þetta myndi fara allt saman. Erum búnir að æfa mjög og síðasta vika var frábær. Þetta voru svona lotur, við héldum að við værum að fara að spila við Val og svo var leiknum frestað sagði kampakátur Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir stórgóðan sigur sinna manna á Val  4 - 1 í lokaleik 15. umferðar Bestu deildar karla en leikurinn átti upprunalega að fara fram á síðastliðinn mánudag.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Valur

Við vorum ofboðslega ferskir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Nýttum vindinn vel og refsuðum á réttum augnablikum og stálum boltanum hátt af þeim einstaka sinnum sem skóp þennan sigur.

Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel.

Það er eins og þessi leiðinlega lumma, næsti leikur. Auðvitað kítlar það alla að reyna að berjast og það er yfirlýst markmið hjá okkur að reyna að vera í baráttunni um topp 6 eins lengi og hægt er og við erum þar ennþá og við ætlum að reyna að vera það áfram og gefa sjálfum okkur möguleika að taka þátt í þeirri úrslitakeppnni.

Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu hér að ofan og þar ræðir hann m.a. mögulega styrkingu inn í hópinn með Hollenskum sóknarmanni. 


Athugasemdir