Jón Hrafn Barkarson leikmaður Stjörnunnar spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í dag þegar liðið mætti ÍA. Jón skoraði einnig þriðja mark Stjörnunnar í leiknum.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 3 Stjarnan
„Tilfinningin er bara geggjuð. Þetta var bara góður leikur og mjög gott að ná úrslitum úr honum."
Jóni var skipt inn á þegar 69 mínútur voru búnar af leiknum. Stjörnumenn eru nýbúnir að spila leik í Evrópukeppni og þeir ákváðu því að gera 7 breytingar á byrjunarliðinu til þess að hvíla menn.
„Ég er mjög ánægður að fá þetta tækifæri og hafa getað gert ágætlega úr því."
Stjarnan er með þessum sigri komið aðeins einu stigi frá ÍA sem er í 5. sæti deildarinnar. Evrópu baráttan er því heldur betur farin að verða spennandi.
„Heldur betur, við erum að fara út á Þriðjudaginn og ég er bara mjög spenntur fyrir því."
Jón fer með liðinu til Eistlands þar sem þeir eiga leik í Sambandsdeildinni á Fimmtudaginn. Hann segist spenntur fyrir leiknum en að það sé ómögulegt að segja hvort hann fái tækifærið til að spila sinn fyrsta Evrópu leik.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.