Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   sun 28. júlí 2024 20:02
Haraldur Örn Haraldsson
Skoraði í sínum fyrsta leik „Tilfinningin er bara geggjuð"
Jón spilaði með Leikni í Lengjudeildinni í fyrra
Jón spilaði með Leikni í Lengjudeildinni í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Jón Hrafn Barkarson leikmaður Stjörnunnar spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í dag þegar liðið mætti ÍA. Jón skoraði einnig þriðja mark Stjörnunnar í leiknum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 Stjarnan

„Tilfinningin er bara geggjuð. Þetta var bara góður leikur og mjög gott að ná úrslitum úr honum."

Jóni var skipt inn á þegar 69 mínútur voru búnar af leiknum. Stjörnumenn eru nýbúnir að spila leik í Evrópukeppni og þeir ákváðu því að gera 7 breytingar á byrjunarliðinu til þess að hvíla menn.

 „Ég er mjög ánægður að fá þetta tækifæri og hafa getað gert ágætlega úr því."

Stjarnan er með þessum sigri komið aðeins einu stigi frá ÍA sem er í 5. sæti deildarinnar. Evrópu baráttan er því heldur betur farin að verða spennandi.

„Heldur betur, við erum að fara út á Þriðjudaginn og ég er bara mjög spenntur fyrir því."

Jón fer með liðinu til Eistlands þar sem þeir eiga leik í Sambandsdeildinni á Fimmtudaginn. Hann segist spenntur fyrir leiknum en að það sé ómögulegt að segja hvort hann fái tækifærið til að spila sinn fyrsta Evrópu leik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir